NBA: Russell og Kyrie enn sjóðandi heitir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2015 07:30 Kyrie Irving og LeBron James. Vísir/AP Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.Kyrie Irving skoraði 33 stig og J.R. Smith var með 25 stig þegar Cleveland Cavaliers vann öruggan 123-108 útisigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjötti í síðustu sjö leikjum. LeBron James var með 21 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en Cleveland hitti úr 18 af 35 þriggja stiga skotum sínum þar af setti Irving niður 5 af 6. Victor Oladipo skoraði mest fyrir Orlando eða 25 stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 109-100 í hörkuleik. Enes Kanter var með 18 stig og 18 fráköst og hinn ungi stóri maðurinn, Steven Adams, bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þetta var sextándi sigur OKC í síðustu átján heimaleikjum liðsins. Nikola Mirotic var með 27 stig fyrir Chicago-liðið og Pau Gasol skoraði 20 stig.Dennis Schroder skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Los Angeles Lakers 91-86 í Staples Center í Los Angeles. Al Horford skoraði 21 stig fyrir Atlanta-liðið en Kyle Korver þurfti að yfirgefa völlinn nefbrotinn eftir að hafa tekið ruðning í fyrri hálfleik.James Harden skoraði 34 stig og Terrence Jones var með 16 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-98 sigur á Los Angeles Clippers. Trevor Ariza var með 19 stig fyrir Houston en Chris Paul skoraði 23 stig fyrir Clippers auk þess að klikka á lokaskoti leiksins. Blake Griffin lék á ný með Clippers og var með 11 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.San Antonio Spurs missti Manu Ginobili meiddan af velli í þriðja leikhluta en vann samt öruggan 123-97 sigur á Minnesota Timberwolves. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs eða 15 stig en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Spurs-liðið hreinlega sundurspilaði Minnesota því alls voru leikmenn San Anontio með 38 stoðsendingar í leiknum. Tim Duncan var með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Spurs og Ginobili var einn af þessum átta sem skorað tíu stig eða meira.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109-100 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 98-100 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 111-118 (framlenging) Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 108-123 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 123-97 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 97-113 Phoenix Suns - New York Knicks 102-89 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 86-91 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.Kyrie Irving skoraði 33 stig og J.R. Smith var með 25 stig þegar Cleveland Cavaliers vann öruggan 123-108 útisigur á Orlando Magic. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá sjötti í síðustu sjö leikjum. LeBron James var með 21 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en Cleveland hitti úr 18 af 35 þriggja stiga skotum sínum þar af setti Irving niður 5 af 6. Victor Oladipo skoraði mest fyrir Orlando eða 25 stig en þetta var fjórða tap liðsins í röð.Russell Westbrook var með 36 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 109-100 í hörkuleik. Enes Kanter var með 18 stig og 18 fráköst og hinn ungi stóri maðurinn, Steven Adams, bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þetta var sextándi sigur OKC í síðustu átján heimaleikjum liðsins. Nikola Mirotic var með 27 stig fyrir Chicago-liðið og Pau Gasol skoraði 20 stig.Dennis Schroder skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Los Angeles Lakers 91-86 í Staples Center í Los Angeles. Al Horford skoraði 21 stig fyrir Atlanta-liðið en Kyle Korver þurfti að yfirgefa völlinn nefbrotinn eftir að hafa tekið ruðning í fyrri hálfleik.James Harden skoraði 34 stig og Terrence Jones var með 16 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 100-98 sigur á Los Angeles Clippers. Trevor Ariza var með 19 stig fyrir Houston en Chris Paul skoraði 23 stig fyrir Clippers auk þess að klikka á lokaskoti leiksins. Blake Griffin lék á ný með Clippers og var með 11 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.San Antonio Spurs missti Manu Ginobili meiddan af velli í þriðja leikhluta en vann samt öruggan 123-97 sigur á Minnesota Timberwolves. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Spurs eða 15 stig en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Spurs-liðið hreinlega sundurspilaði Minnesota því alls voru leikmenn San Anontio með 38 stoðsendingar í leiknum. Tim Duncan var með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Spurs og Ginobili var einn af þessum átta sem skorað tíu stig eða meira.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109-100 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 98-100 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 111-118 (framlenging) Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 108-123 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 123-97 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 97-113 Phoenix Suns - New York Knicks 102-89 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 86-91 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira