„Er ekki í lagi með þig, Bjössi?“ | Sjáðu lætin í úrslitum Reykjavíkurmótsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 13:30 Erlendur Eiríksson spjaldar Halldór Kristinn Halldórsson við litla hrifningu Leiknismanna. vísir/andri marinó Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV. Íslenski boltinn Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Allt varð vitlaust á 68. mínútu í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi. Edvard Börkur Óttharsson, miðvörður Leiknis, féll þá til jarðar eftir baráttu um boltann við Ragnar Þór Gunnarsson, framherja Vals.Sjá einnig:Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Erlendur Eiríksson skipti sér ekki af málinu og lét leikinn halda áfram, en þegar Brynjar Hlöðversson, samherji Edvards, sá félaga sinn liggja áfram stoppaði hann með boltann í miðjuhringnum. Hann virtist ekki alveg vita hvað hann ætti að gera þar sem Erlendur gerði sig ekki líklegan til að stöðva leikinn. Í ráðleysi sínu sneri hann sér að vinstri kantinum þar sem Birkir Björnsson stóð tilbúinn að fá boltann og reyndi sendingu þangað. Líklega var ætlunin á endanum að koma boltanum út af.Ólafur Jóhannesson vildi rautt á Halldór Kristinn.vísir/andri marinóEinar Karl Ingvarsson, miðjumaður Vals, nýtti sér ráðleysi Brynjars, stal af honum boltanum tók á sprett með hann að marki Leiknis. Þegar hann nálgaðist vítateiginn var Einar Karl straujaður niður af Halldóri Kristni Halldórssyni, miðverði Leiknis. Breiðhyltingar voru vægast sagt ósáttir við framgöngu mótherja sinna og fannst að þeir hefðu átt að fá tækifæri til að koma boltanum út af. Allt varð vitlaust inn á vellinum og einnig á hliðarlínunni þar sem Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, gerði sér ferð að varamannaskýli Vals til að segja Ólafi Jóhannssyni, þjálfara Vals, til syndanna. Báðir þjálfarar Leiknis, Freyr og Davíð Snorri Jónasson, auk markvarðarþjálfarans Vals Gunnarssonar, skiptust á að öskra á Ólaf og aðstoðarmann hans, Sigurbjörn Hreiðarsson.Sjá einnig:Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í 21. sinn | Myndir Á endanum kallaði aðstoðardómarinn þeim megin á Erlend og bað hann um að áminna bekkinn hjá Leiknismönnum. Ólafur Jóhannesson lét einnig í sér heyra og bað um rautt spjald á Halldór Kristinn sem fór ekki vel í Leiknismennina. Á endanum dró hann þó í land og bað Einar Karl um að sparka boltanum aftur fyrir endamörk úr aukspyrnunni.Þórður Steinar Hreiðarsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson ræðast við.vísir/andri marinóLeikurinn var sýndur í beinni útsendingu á SportTV í gærkvöldi og misstu menn þar af megninu af látunum á bekknum, en beindu myndavél sinni niður að Frey þegar hann fékk áminninguna. „Þetta er full seint í rassinn gripið, Ólafur,“ sagði Freyr við fyrrverandi landsliðsþjálfarann um ákvörðun hans að nýta ekki aukaspyrnuna heldur koma boltanum aftur til Leiknis. „Hvað á maður að gera þegar hann tekur ákvörðun um þetta? Hver djöfullinn er þetta maður?“ öskraði Sigurbjörn á Frey sem svaraði: „Þú átt að grípa inn í þarna.“ „Hann er að hlaupa inn á vellinum,“ sagði Sigurbjörn og Freyr, sem þjálfaði Sigurbjörn hjá Val fyrir nokkrum árum lauk umræðunni með því að segja: „Er ekki í lagi með þig Bjössi?“ Þessar fjörlegu tvær mínútur má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndirnar eru frá SportTV.
Íslenski boltinn Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira