Sköflungurinn fór í sundur í bílslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 15:15 Hafsteinn Ægir Geirsson verður í gipsi næstu vikurnar. vísir/ernir/facebook Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook Íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook
Íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira