Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321-211 flugvélum og verða þær afhentar félaginu um miðjan mars. Flugvélarnar verða notaðar í Norður-Ameríkuflug WOW air sem hefst 27. mars til Boston en flugfélagið mun svo einnig hefja flug til Washington, D.C. 8. maí. Flogið verður fimm sinnum í viku til Washington, D.C. og sex sinnum í viku til Boston. Listaverð á slíkum flugvélum frá Airbus eru um 15 milljarðar íslenskra króna hver flugvél.
„Þetta eru tímamót í sögu WOW air og það er sannarlega ánægjulegt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjustu flugvélarnar á Íslandi. Nýju Airbus A321 flugvélarnar eru mun sparneytnari og umhverfisvænni heldur en eldri vélar og mun þetta gera okkur kleift að bjóða enn lægri fargjöld í framtíðinni,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu.
WOW air kaupir tvær vélar
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent