Sónar tónlistarhátíðinni lauk í gær en vel á fjórða þúsund manns voru mættir til að hlusta á tónlistarmenn úr ýmsum áttum leika lög sín. Alls komu rúmlega sextíu hljómsveitir og plötusnúðar fram á hátíðinni.
Einn hápunkta hátíðarinnar var í gær þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex lék listir sínar fyrir áhorfendur en meðal annara stórra nafna sem fram komu má nefna Jamie XX, SBTRKT, Paul Kalkbrenner og Todd Terje.
Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og myndaði herlegheitin.
Myndaveisla: Sónar olli engum vonbrigðum

Tengdar fréttir

Fólkið á Sónar: Sótti mig eins og alvöru víkingur
Ítalinn Francesco elti Elísabetu til Íslands.

Rafmögnuð stemning á Sónar
Vel á fjórða þúsund manns munu koma saman og skemmta sér á Sónar tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um helgina en henni líkur í kvöld.