Framkvæmdastjóri KSÍ hættir: Tímabært að hverfa til annarra starfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 10:43 Þórir Hákonarson hættir hjá KSÍ eftir átta ára starf. vísir/stefán Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, lætur af störfum 1. mars eftir átta ára starf hjá sambandinu. Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu KSÍ þar sem hann segir nú tímabært að hverfa til annarra starfa og rétt sé að stíga þetta skref á þessum tímapunkti. „Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð,“ segir Þórir. Framkvæmdastjórinn segist ætla að skipta alveg um vettvang en þakkar öllum þeim sem hann hefur átt samstarf við í starfi sínu hjá KSÍ.Pistill Þóris: „Undirritaður hóf störf hjá KSÍ á vordögum 2007 og hef ég átt gríðarlega ánægjulegt samstarf við alla er koma að hreyfingunni á þessum árum sem framkvæmdastjóri. Mikið og gott starf hefur verið unnið á þessum tíma og er ekki síst að þakka kraftmiklum aðildarfélögum og viðleitni þeirra og starfsmanna þeirra til að gera íslenska knattspyrnu enn betri. Það eru ákveðin tímamót í íslenskri knattspyrnu, landslið okkar standa vel og vekja athygli og eftirtekt um víða veröld, fjárhagur sambandsins stendur traustum fótum og vonandi enn betur á næstu misserum og árum, reksturinn er í föstum skorðum og við höfum sífellt verið að leita leiða til þess að gera starf okkar enn betra. Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. Ég tel að íslensk knattspyrna standi enn betur en hún gerði þegar ég hóf störf en fjölmargir aðilar eins og áður segir, aðildarfélög, starfsmenn og stjórn sambandsins, þjálfara og aðrir hafa unnið hörðum höndum að því að koma okkur á þann stall sem raun ber vitni og ég kveð því nokkuð stoltur af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Það er því tímabært hverfa til annarra starfa eftir ánægjuleg 8 ár í hreyfingunni. Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt góð viðkynni, samstarf mitt við stjórn og starfsfólk, forystumenn aðildarfélaga, leikmenn og þúsundir stuðningsmanna sem ég hef verið í miklum samskiptum við, hefur verið með miklum ágætum og ég vonast auðvitað eftir góðum samskiptum hér eftir sem fyrr þrátt fyrir að ég hverfi nú af þessum vettvangi. Vil jafnframt þakka gott samstarf við fjölmiðla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir starf allra þeirra er koma að íþróttahreyfingunni og ber að virða þau störf. Sjáumst á vellinum, áfram Ísland Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.“ Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, lætur af störfum 1. mars eftir átta ára starf hjá sambandinu. Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu KSÍ þar sem hann segir nú tímabært að hverfa til annarra starfa og rétt sé að stíga þetta skref á þessum tímapunkti. „Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð,“ segir Þórir. Framkvæmdastjórinn segist ætla að skipta alveg um vettvang en þakkar öllum þeim sem hann hefur átt samstarf við í starfi sínu hjá KSÍ.Pistill Þóris: „Undirritaður hóf störf hjá KSÍ á vordögum 2007 og hef ég átt gríðarlega ánægjulegt samstarf við alla er koma að hreyfingunni á þessum árum sem framkvæmdastjóri. Mikið og gott starf hefur verið unnið á þessum tíma og er ekki síst að þakka kraftmiklum aðildarfélögum og viðleitni þeirra og starfsmanna þeirra til að gera íslenska knattspyrnu enn betri. Það eru ákveðin tímamót í íslenskri knattspyrnu, landslið okkar standa vel og vekja athygli og eftirtekt um víða veröld, fjárhagur sambandsins stendur traustum fótum og vonandi enn betur á næstu misserum og árum, reksturinn er í föstum skorðum og við höfum sífellt verið að leita leiða til þess að gera starf okkar enn betra. Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. Ég tel að íslensk knattspyrna standi enn betur en hún gerði þegar ég hóf störf en fjölmargir aðilar eins og áður segir, aðildarfélög, starfsmenn og stjórn sambandsins, þjálfara og aðrir hafa unnið hörðum höndum að því að koma okkur á þann stall sem raun ber vitni og ég kveð því nokkuð stoltur af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Það er því tímabært hverfa til annarra starfa eftir ánægjuleg 8 ár í hreyfingunni. Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt góð viðkynni, samstarf mitt við stjórn og starfsfólk, forystumenn aðildarfélaga, leikmenn og þúsundir stuðningsmanna sem ég hef verið í miklum samskiptum við, hefur verið með miklum ágætum og ég vonast auðvitað eftir góðum samskiptum hér eftir sem fyrr þrátt fyrir að ég hverfi nú af þessum vettvangi. Vil jafnframt þakka gott samstarf við fjölmiðla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir starf allra þeirra er koma að íþróttahreyfingunni og ber að virða þau störf. Sjáumst á vellinum, áfram Ísland Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.“
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti