Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar 2. febrúar 2015 09:34 Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið. NFL Ofurskálin Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. New England Patriots vann þá magnaðan fjögurra stiga sigur, 28-24, gegn Seattle Seahawks sem var að reyna að verja titil sinn frá því í fyrra. Eftir stigalausan fyrsta leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Jafnræði var á með liðunum út leikinn og lokakaflinn var eins og í lygasögu. Patriots kemst yfir, 28-24, er tvær mínútur voru eftir af leiknum og Seattle hélt í sókn og varð að skora snertimark. Leikstjórnandi liðsins, Russell Wilson, tefldi djarft í sókninni. Kastaði löngum boltum og vildi klára dæmið sem fyrst. Seattle komst mjög nærri eftir að Jerome Kearse hafði náð á einhvern óskiljanlegan hátt að grípa boltann eftir að hafa dottið og fengið boltann í fæturna. Hlaupari liðsins. Marshawn Lynch, hlaupari liðsins, kom þeim svo alveg upp að endamarkinu skömmu síðar. Eitt skref eftir í mark og 20 sekúndur eftir. Allir héldu að Lynch myndi einfaldlega hlaupa með boltann í markið og væntanlega tryggja Seattle sigur. Þá tók liðið þá ótrúlega ákvörðun að kasta boltanum og nýliðinn Malcolm Butler refsaði þeim með því að stela boltanum og klára leikinn fyrir Patriots. Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, svekktur í leikslok.vísir/getty Allt varð vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið og margar af helst kempum leiksins tala um glórulausustu ákvörðun í sögu deildarinnar. Það trúði því enginn að liðið hefði ekki hlaupið. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, vann sinn fjórða Super Bowl í nótt og komst upp að hlið Joe Montana og Terry Bradshaw yfir þá leikstjórnendur sem hafa unnið flesta titla. Hann var búinn að tapa tveim í röð eftir að hafa unnið í fyrstu þrem tilraunum sínum. Hann setti einnig nokkur met og undirstrikaði að hann er einn besti leikstjórnandi sögunnar. Brady kastaði boltanum fyrir sinnum fyrir snertimarki í leiknum og kláraði 37 sendingar í leiknum. Metframmistaða hjá stórkostlegum leikmanni. Hér að ofan má sjá ótrúlegar lokasekúndur leiksins í frábærri lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar og hér að neðan eru svo slagsmálin sem brutust út í kjölfarið.
NFL Ofurskálin Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira