Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2015 11:00 Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís, kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa brotið gegn eigin reglum með því að opinbera ekki nöfn fimm manna dómnefndar viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þessi fimm manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi á móti símakosningu almennings í úrslitaþættinum næstkomandi laugardagskvöld. Samkvæmt 22. grein í reglum um Söngvakeppni Sjónvarpsins ber að opinbera nöfn dómnefndarmanna í síðasta lagi viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar og því ljóst að ekki hefur verið farið eftir þessari reglu. „Því miður þurfti aðeins að breyta til þannig að við þurfum daginn í dag til að festa þetta,“ segir Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri keppninnar um þetta brot á reglum Söngvakeppninnar. Hera segir tilkynningar að vænta síðar í dag eða á morgun þar sem nöfn dómnefndarmanna verða opinberuð.Haukur Heiðar flytur Milljón augnablik sem var valið af leynidómnefnd í úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er Karl Olgeir Olgeirsson sem á einnig texta lagsins ásamt Hauki Heiðari. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Leynidómnefndin ekki opinberuð Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram síðastliðinn laugardag og er nú ljóst hvaða lög keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Sex þessara laga voru valin af almenningi í gegnum símakosningu en lag Karls Olgeirs Olgeirssonar, Milljón augnablik, var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd. Lagið er flutt af Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara Diktu. Hera Ólafsdóttir segir dómnefndina sem valdi lagið áfram í úrslit Söngvakeppninnar ekki þá sömu og þá sem mun hafa áhrif á úrslitin næstkomandi laugardagskvöldi. Þá segir Hera nöfn þeirra sem skipa þessa dómnefnd ekki fást uppgefin.„Ætlum að halda því fyrir okkur“ „Það hefur ekki verið gert áður og við ætlum að halda því fyrir okkur,“ segir Hera. Í fyrra átti Karl Olgeir lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var ekki valið af almenningi í símakosningu í undankeppninni en komst inn í úrslit Söngvakeppninnar fyrir tilstilli dómnefndar. Á úrslitakvöldinu fór lagið í tveggja laga einvígi við lag Pollapönkara, Enga fordóma, þar sem þau kepptu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision árið 2014. Þessi tvö lög voru valin í einvígið af áhorfendum með símakosningu og sérstakri dómnefnd. Í einvíginu sjálfu var aðeins tekið mið af símakosningu áhorfenda og fór það svo að Pollapönkarar stóðu uppi sem sigurvegarar.María Ólafsdóttir mun flytja lagið Lítil skref í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Dómnefndin á úrslitakvöldinu í fyrra fékkst ekki uppgefin en í ár verða nöfnin gefin upp. Er það í ætt við Eurovision sem opinberar nöfn dómnefndarmanna frá hverju landi. Hera tekur fram að þeir sem skipuðu leynidómnefndina, sem hafði áhrif á hvaða lag sem ekki komst áfram í símakosningu færi áfram í úrslitaþáttinn síðastliðið laugardagskvöld, tilheyri ekki sérstakri valnefnd sem velur lögin inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa brotið gegn eigin reglum með því að opinbera ekki nöfn fimm manna dómnefndar viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þessi fimm manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi á móti símakosningu almennings í úrslitaþættinum næstkomandi laugardagskvöld. Samkvæmt 22. grein í reglum um Söngvakeppni Sjónvarpsins ber að opinbera nöfn dómnefndarmanna í síðasta lagi viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar og því ljóst að ekki hefur verið farið eftir þessari reglu. „Því miður þurfti aðeins að breyta til þannig að við þurfum daginn í dag til að festa þetta,“ segir Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri keppninnar um þetta brot á reglum Söngvakeppninnar. Hera segir tilkynningar að vænta síðar í dag eða á morgun þar sem nöfn dómnefndarmanna verða opinberuð.Haukur Heiðar flytur Milljón augnablik sem var valið af leynidómnefnd í úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er Karl Olgeir Olgeirsson sem á einnig texta lagsins ásamt Hauki Heiðari. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Leynidómnefndin ekki opinberuð Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram síðastliðinn laugardag og er nú ljóst hvaða lög keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Sex þessara laga voru valin af almenningi í gegnum símakosningu en lag Karls Olgeirs Olgeirssonar, Milljón augnablik, var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd. Lagið er flutt af Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara Diktu. Hera Ólafsdóttir segir dómnefndina sem valdi lagið áfram í úrslit Söngvakeppninnar ekki þá sömu og þá sem mun hafa áhrif á úrslitin næstkomandi laugardagskvöldi. Þá segir Hera nöfn þeirra sem skipa þessa dómnefnd ekki fást uppgefin.„Ætlum að halda því fyrir okkur“ „Það hefur ekki verið gert áður og við ætlum að halda því fyrir okkur,“ segir Hera. Í fyrra átti Karl Olgeir lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var ekki valið af almenningi í símakosningu í undankeppninni en komst inn í úrslit Söngvakeppninnar fyrir tilstilli dómnefndar. Á úrslitakvöldinu fór lagið í tveggja laga einvígi við lag Pollapönkara, Enga fordóma, þar sem þau kepptu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision árið 2014. Þessi tvö lög voru valin í einvígið af áhorfendum með símakosningu og sérstakri dómnefnd. Í einvíginu sjálfu var aðeins tekið mið af símakosningu áhorfenda og fór það svo að Pollapönkarar stóðu uppi sem sigurvegarar.María Ólafsdóttir mun flytja lagið Lítil skref í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Dómnefndin á úrslitakvöldinu í fyrra fékkst ekki uppgefin en í ár verða nöfnin gefin upp. Er það í ætt við Eurovision sem opinberar nöfn dómnefndarmanna frá hverju landi. Hera tekur fram að þeir sem skipuðu leynidómnefndina, sem hafði áhrif á hvaða lag sem ekki komst áfram í símakosningu færi áfram í úrslitaþáttinn síðastliðið laugardagskvöld, tilheyri ekki sérstakri valnefnd sem velur lögin inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning