Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2015 11:00 Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís, kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa brotið gegn eigin reglum með því að opinbera ekki nöfn fimm manna dómnefndar viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þessi fimm manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi á móti símakosningu almennings í úrslitaþættinum næstkomandi laugardagskvöld. Samkvæmt 22. grein í reglum um Söngvakeppni Sjónvarpsins ber að opinbera nöfn dómnefndarmanna í síðasta lagi viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar og því ljóst að ekki hefur verið farið eftir þessari reglu. „Því miður þurfti aðeins að breyta til þannig að við þurfum daginn í dag til að festa þetta,“ segir Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri keppninnar um þetta brot á reglum Söngvakeppninnar. Hera segir tilkynningar að vænta síðar í dag eða á morgun þar sem nöfn dómnefndarmanna verða opinberuð.Haukur Heiðar flytur Milljón augnablik sem var valið af leynidómnefnd í úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er Karl Olgeir Olgeirsson sem á einnig texta lagsins ásamt Hauki Heiðari. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Leynidómnefndin ekki opinberuð Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram síðastliðinn laugardag og er nú ljóst hvaða lög keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Sex þessara laga voru valin af almenningi í gegnum símakosningu en lag Karls Olgeirs Olgeirssonar, Milljón augnablik, var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd. Lagið er flutt af Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara Diktu. Hera Ólafsdóttir segir dómnefndina sem valdi lagið áfram í úrslit Söngvakeppninnar ekki þá sömu og þá sem mun hafa áhrif á úrslitin næstkomandi laugardagskvöldi. Þá segir Hera nöfn þeirra sem skipa þessa dómnefnd ekki fást uppgefin.„Ætlum að halda því fyrir okkur“ „Það hefur ekki verið gert áður og við ætlum að halda því fyrir okkur,“ segir Hera. Í fyrra átti Karl Olgeir lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var ekki valið af almenningi í símakosningu í undankeppninni en komst inn í úrslit Söngvakeppninnar fyrir tilstilli dómnefndar. Á úrslitakvöldinu fór lagið í tveggja laga einvígi við lag Pollapönkara, Enga fordóma, þar sem þau kepptu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision árið 2014. Þessi tvö lög voru valin í einvígið af áhorfendum með símakosningu og sérstakri dómnefnd. Í einvíginu sjálfu var aðeins tekið mið af símakosningu áhorfenda og fór það svo að Pollapönkarar stóðu uppi sem sigurvegarar.María Ólafsdóttir mun flytja lagið Lítil skref í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Dómnefndin á úrslitakvöldinu í fyrra fékkst ekki uppgefin en í ár verða nöfnin gefin upp. Er það í ætt við Eurovision sem opinberar nöfn dómnefndarmanna frá hverju landi. Hera tekur fram að þeir sem skipuðu leynidómnefndina, sem hafði áhrif á hvaða lag sem ekki komst áfram í símakosningu færi áfram í úrslitaþáttinn síðastliðið laugardagskvöld, tilheyri ekki sérstakri valnefnd sem velur lögin inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa brotið gegn eigin reglum með því að opinbera ekki nöfn fimm manna dómnefndar viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þessi fimm manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi á móti símakosningu almennings í úrslitaþættinum næstkomandi laugardagskvöld. Samkvæmt 22. grein í reglum um Söngvakeppni Sjónvarpsins ber að opinbera nöfn dómnefndarmanna í síðasta lagi viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar og því ljóst að ekki hefur verið farið eftir þessari reglu. „Því miður þurfti aðeins að breyta til þannig að við þurfum daginn í dag til að festa þetta,“ segir Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri keppninnar um þetta brot á reglum Söngvakeppninnar. Hera segir tilkynningar að vænta síðar í dag eða á morgun þar sem nöfn dómnefndarmanna verða opinberuð.Haukur Heiðar flytur Milljón augnablik sem var valið af leynidómnefnd í úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er Karl Olgeir Olgeirsson sem á einnig texta lagsins ásamt Hauki Heiðari. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Leynidómnefndin ekki opinberuð Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram síðastliðinn laugardag og er nú ljóst hvaða lög keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Sex þessara laga voru valin af almenningi í gegnum símakosningu en lag Karls Olgeirs Olgeirssonar, Milljón augnablik, var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd. Lagið er flutt af Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara Diktu. Hera Ólafsdóttir segir dómnefndina sem valdi lagið áfram í úrslit Söngvakeppninnar ekki þá sömu og þá sem mun hafa áhrif á úrslitin næstkomandi laugardagskvöldi. Þá segir Hera nöfn þeirra sem skipa þessa dómnefnd ekki fást uppgefin.„Ætlum að halda því fyrir okkur“ „Það hefur ekki verið gert áður og við ætlum að halda því fyrir okkur,“ segir Hera. Í fyrra átti Karl Olgeir lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var ekki valið af almenningi í símakosningu í undankeppninni en komst inn í úrslit Söngvakeppninnar fyrir tilstilli dómnefndar. Á úrslitakvöldinu fór lagið í tveggja laga einvígi við lag Pollapönkara, Enga fordóma, þar sem þau kepptu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision árið 2014. Þessi tvö lög voru valin í einvígið af áhorfendum með símakosningu og sérstakri dómnefnd. Í einvíginu sjálfu var aðeins tekið mið af símakosningu áhorfenda og fór það svo að Pollapönkarar stóðu uppi sem sigurvegarar.María Ólafsdóttir mun flytja lagið Lítil skref í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Dómnefndin á úrslitakvöldinu í fyrra fékkst ekki uppgefin en í ár verða nöfnin gefin upp. Er það í ætt við Eurovision sem opinberar nöfn dómnefndarmanna frá hverju landi. Hera tekur fram að þeir sem skipuðu leynidómnefndina, sem hafði áhrif á hvaða lag sem ekki komst áfram í símakosningu færi áfram í úrslitaþáttinn síðastliðið laugardagskvöld, tilheyri ekki sérstakri valnefnd sem velur lögin inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37