Það var vel tekið á móti honum í gær er hann kom með Bulls í fyrsta skipti í Staples Center. Allir áhorfendur fengu bol sem á stóð: "Takk Pau" og var hann hylltur fyrir leik.
Góðvildin fór svo meðan á frábærum leik stóð sem Lakers vann eftir tvær framlengingar.
Gasol gekk í raðir Lakers um mitt tímabil árið 2008. Þá fór liðið alla leið í úrslit en tapaði.
Næstu tvö árin fór liðið alla leið með Gasol sem algeran lykilmann. Titlarnir líka mikilvægir fyrir Kobe Bryant sem vildi sanna að hann gæti unnið án Shaquille O'Neal.
The Spaniard returns to STAPLES tonight. To show our appreciation for Pau, each fan at the game will get this shirt. pic.twitter.com/jadob3pQRo
— Los Angeles Lakers (@Lakers) January 29, 2015