Leikurinn var æsispennandi, en Evan Turner tryggði gestunum sigurinn með þriggja stiga körfu þegar rétt rúm sekúnda var eftir.
Hann fékk ævintýralega sendingu frá Jared Sullinger sem keyrði inn í teiginn, missti boltann, náði honum aftur og gaf á Turner sitjandi á afturendanum.
Turner, sem skoraði tíu stig í leiknum, þakkaði fyrir sig og kláraði leikinn. Avery Bradley var stigahæstur Boston með 18 stig en Damian Lillard skoraði 21 stig fyrir Portland.
Sigurkarfa Boston Celtics:
Chicago Bulls burstaði meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 104-81, en Bulls hefur verið í vandræðum að undanförnu og aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum.
Derrick Rose skoraði 22 stig fyrir Chicago og Jimmy Butler 17 stig, en Kawhi Leonard skoraði 16 stig fyrir meistarana.
Úrslit næturinnar:
Chicago Bulls - San Antonio Spurs 104-81
Milwaukee Bucks - Utah Jazz 99-101
Portland Trail Blazers - Boston Celtics 89-90
Los Angeles Clippers - Brooklyn Nets 123-84