Krapasnjór og óveður er á Hellisheiði og Mosfellsheiði en krapasnjór og éljagangur í Þrengslum. Hálkublettir og óveður er á Lyngdalsheiði. Hálka, hálkublettir eða krapasnjór er í uppsveitum á Suðurlandi.
Þæfingsfærð er á Heydal og þungfært í Álftafirði. Hálka og éljagangur er á Fróðárheiði. Hálka, hálkublettir eða krapasnjór er á öðrum leiðum á Vesturlandi.
Á Vestfjörðum er flughálka á Raknadalshlíð og í Dýrafirði. Snjóþekja og éljagangur er á Mikladal, Hálfdán og Kleifarheiði. Þæfingsfærð er á Barðarströnd og á Hjallahálsi. Þungfært er frá Skálmanesi að Klettsháls og í Bitrufirði. Á Innstrandavegi er flughált út Hrútafjörð í Guðlaugsvík. Hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Vestfjörðum.
Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða krapasnjór á flestum leiðum þó er hálka á Þverárfjalli. Flughálka er á Vatnsskarði. Hálka og óveður er við Stafá á Siglufjarðarvegi.
Flughálka er á Mývatnsöræfum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og versnandi veður. Hálka, hálkublettir eða krapasnjór er á öðrum leiðum á Norðausturlandi. Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum þó er flughálka í Hróastungu. Hálka eða hálkublettir er með Suðausturströndinni þó er orðið autt á frá Djúpavogi að Höfn.
Veðurvefur Vísis