Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og Íslandsbanka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 16:01 Vigdís þakkaði landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur. Vísir/Daníel Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram. Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram.
Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira