Peyton afhenti Luck kyndilinn 12. janúar 2015 11:00 Peyton óskar Andrew Luck til hamingju með sigurinn í gær. vísir/getty Það er nú ljóst hvaða lið spila til undanúrslita í NFL-deildinni en átta liða úrslitin fóru fram um helgina. Úrslit voru eftir bókinni í þrem leikjum af fjórum. Sigur Indianapolis Colts gegn Denver Broncos kom nokkuð á óvart. Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver, Peyton Manning, varð þar að sætta sig við tap gegn sínu gamla félagi og manninum sem hann þurti að rýma fyrir - Andrew Luck. Táknrænt og sögulegt. Margir eru á því að Luck muni taka yfir deildina fyrr frekar en síðar en hans tími átti kannski ekki að koma strax. Í stað þess að fá enn einn leikinn hjá Manning og Tom Brady er það arftakinn, Luck, sem mætir Brady um næstu helgi. Hinn rómaði sóknarleikur Denver komst aldrei á flug gegn Indianapolis og Manning var fjarri sínu besta. Hann var einfaldlega lélegur og einkennilegt að sjá hann kasta ítrekað lélegar sendingar. Það var ekki að sjá að Manning væri hreinlega í lagi. Hann var eðlilega þungur eftir leikinn og vildi ekki staðfesta að hann kæmi aftur næsta vetur sem hann hafði áður talað um að gera. Manning þarf líklega að jafna sig á þessu áfalli áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína. Varnarleikur Colts var reyndar frábær en það afsakar samt ekki slakan leik Manning sem margir óttast að sé nú búinn að vera. Þetta átti að vera tímabilið hans en arftakinn sýndi honum enga virðingu.Gripið sem aldrei varð. Bryant er hér búinn að grípa sendinguna sem hefði getað tryggt Dallas sigur. Upprunalegum dómi var snúið við.vísir/gettyÞrátt fyrir að vera meiddur aftan í kálfa þá náði leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, að leiða sitt lið í gegnum leikinn gegn sterku liðið Dallas Cowboys. Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins er útherji Dallas, Dez Bryant, greip sendingu við endamark Green Bay er leikurinn var á línunni. Dómarar sögðu hann hafa gripið boltann en afturkölluðu ákvörðun sína eftir að hafa skoðað atvikið betur. Dómurinn afar umdeildur og verður rifist um þetta atvik næstu árin enda kostaði hann Dallas hugsanlega sæti í undanúrslitum.Úrslit helgarinnar: New England-Baltimore 35-31 Denver-Indianapolis 13-24 Seattle-Carolina 31-17 Green Bay-Dallas 26-21Undanúrslit: Seattle - Green Bay New England - IndianapolisUndanúrslitaleikirnir næsta sunnudag verða sýndir á Stöð 2 Sport sem og úrslitaleikurinn - Super Bowl. NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Það er nú ljóst hvaða lið spila til undanúrslita í NFL-deildinni en átta liða úrslitin fóru fram um helgina. Úrslit voru eftir bókinni í þrem leikjum af fjórum. Sigur Indianapolis Colts gegn Denver Broncos kom nokkuð á óvart. Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver, Peyton Manning, varð þar að sætta sig við tap gegn sínu gamla félagi og manninum sem hann þurti að rýma fyrir - Andrew Luck. Táknrænt og sögulegt. Margir eru á því að Luck muni taka yfir deildina fyrr frekar en síðar en hans tími átti kannski ekki að koma strax. Í stað þess að fá enn einn leikinn hjá Manning og Tom Brady er það arftakinn, Luck, sem mætir Brady um næstu helgi. Hinn rómaði sóknarleikur Denver komst aldrei á flug gegn Indianapolis og Manning var fjarri sínu besta. Hann var einfaldlega lélegur og einkennilegt að sjá hann kasta ítrekað lélegar sendingar. Það var ekki að sjá að Manning væri hreinlega í lagi. Hann var eðlilega þungur eftir leikinn og vildi ekki staðfesta að hann kæmi aftur næsta vetur sem hann hafði áður talað um að gera. Manning þarf líklega að jafna sig á þessu áfalli áður en hann tekur endanlega ákvörðun um framtíð sína. Varnarleikur Colts var reyndar frábær en það afsakar samt ekki slakan leik Manning sem margir óttast að sé nú búinn að vera. Þetta átti að vera tímabilið hans en arftakinn sýndi honum enga virðingu.Gripið sem aldrei varð. Bryant er hér búinn að grípa sendinguna sem hefði getað tryggt Dallas sigur. Upprunalegum dómi var snúið við.vísir/gettyÞrátt fyrir að vera meiddur aftan í kálfa þá náði leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, að leiða sitt lið í gegnum leikinn gegn sterku liðið Dallas Cowboys. Gríðarlega umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins er útherji Dallas, Dez Bryant, greip sendingu við endamark Green Bay er leikurinn var á línunni. Dómarar sögðu hann hafa gripið boltann en afturkölluðu ákvörðun sína eftir að hafa skoðað atvikið betur. Dómurinn afar umdeildur og verður rifist um þetta atvik næstu árin enda kostaði hann Dallas hugsanlega sæti í undanúrslitum.Úrslit helgarinnar: New England-Baltimore 35-31 Denver-Indianapolis 13-24 Seattle-Carolina 31-17 Green Bay-Dallas 26-21Undanúrslit: Seattle - Green Bay New England - IndianapolisUndanúrslitaleikirnir næsta sunnudag verða sýndir á Stöð 2 Sport sem og úrslitaleikurinn - Super Bowl.
NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út NBA stjarna borin út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur, Íslendingar í Birmingham og margt fleira Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti