Væsir ekki um stuðningsmenn Strákanna okkar í Katar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 11:31 Hótelð er flott og flugvélin var heldur betur í lagi segir Bóas Börkur. „Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“ HM 2015 í Katar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
„Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“
HM 2015 í Katar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira