Það verður að telja ólíklegt að Josh McNary, varnarmaður Indianapolis Colts, spili undanúrslitaleikinn gegn New England Patriots á sunnudag.
Það er búið að kæra hann fyrir nauðgun. McNary er bæði kærður fyrir nauðgun og líkamsárás.
Kærandinn fór út að skemmta sér með vinum sínum en endaði svo í íbúð með McNary. Þar segir hún að McNary hafi gengið í skrokk á sér áður en hann nauðgaði henni.
Colts segist ætla að afla sér frekari upplýsinga um málið áður en félagið gefur frá sér formlega yfirlýsingu.
