Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Vísir/Getty Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu . Gummi Gumm gat leyft sér að gantast við leikmenn sína á bekknum í fyrri hálfleik þegar Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Brúnin þyngdist þó aðeins á honum í seinni hálfleik þegar Sádarnir náðu að finna leið framhjá dönsku varnarmönnunum. „Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Dagur og Guðmundur rifust heiftarlega í fjölmiðlum árið 2011 þegar Alexander Petersson lék undir stjórn Dags hjá Füsche Berlín. Guðmundur var þá landsliðsþjálfari og voru skiptar skoðanir um meiðsli Alexanders og spiltíma hans hjá þýska liðinu.Vísir/Eva BjörkSjá einnig:Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum miðlum „Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá. Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari. „Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53 Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu . Gummi Gumm gat leyft sér að gantast við leikmenn sína á bekknum í fyrri hálfleik þegar Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Brúnin þyngdist þó aðeins á honum í seinni hálfleik þegar Sádarnir náðu að finna leið framhjá dönsku varnarmönnunum. „Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Dagur og Guðmundur rifust heiftarlega í fjölmiðlum árið 2011 þegar Alexander Petersson lék undir stjórn Dags hjá Füsche Berlín. Guðmundur var þá landsliðsþjálfari og voru skiptar skoðanir um meiðsli Alexanders og spiltíma hans hjá þýska liðinu.Vísir/Eva BjörkSjá einnig:Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum miðlum „Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá. Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari. „Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53 Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53
Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52
Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17
Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00