Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Vísir/Getty Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu . Gummi Gumm gat leyft sér að gantast við leikmenn sína á bekknum í fyrri hálfleik þegar Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Brúnin þyngdist þó aðeins á honum í seinni hálfleik þegar Sádarnir náðu að finna leið framhjá dönsku varnarmönnunum. „Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Dagur og Guðmundur rifust heiftarlega í fjölmiðlum árið 2011 þegar Alexander Petersson lék undir stjórn Dags hjá Füsche Berlín. Guðmundur var þá landsliðsþjálfari og voru skiptar skoðanir um meiðsli Alexanders og spiltíma hans hjá þýska liðinu.Vísir/Eva BjörkSjá einnig:Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum miðlum „Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá. Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari. „Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53 Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu . Gummi Gumm gat leyft sér að gantast við leikmenn sína á bekknum í fyrri hálfleik þegar Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Brúnin þyngdist þó aðeins á honum í seinni hálfleik þegar Sádarnir náðu að finna leið framhjá dönsku varnarmönnunum. „Ég var ánægður með mína menn, þeir voru mjög einbeittir og héldu fókus allan tímann. Það er hættulegt ef maður er ekki alltaf á fullu í leik eins og þessum, því það koma óvæntir hlutir hjá andstæðingnum stundum,“ sagði Guðmundur í viðtali við Arnar Björnsson eftir leikinn.Dagur og Guðmundur rifust heiftarlega í fjölmiðlum árið 2011 þegar Alexander Petersson lék undir stjórn Dags hjá Füsche Berlín. Guðmundur var þá landsliðsþjálfari og voru skiptar skoðanir um meiðsli Alexanders og spiltíma hans hjá þýska liðinu.Vísir/Eva BjörkSjá einnig:Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum miðlum „Það var kannski ágætt að fá þennan leik eftir Argentínuleikinn. Það er alveg klárt mál að við eigum þrjá erfiðustu leikina eftir, það er alveg ljóst. Nú getum við sagt að mótið byrji hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að leikurinn við Þjóðverja verði erfiður. „Þeir eru að spila vel og það er stemning hjá þeim en við ætlum okkur sigur í leiknum og ekkert annað,“ sagði Guðmundur.Sjá einnig:Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Dagur Sigurðsson sagði í viðtali við íþróttadeild að Danir væru með betri menn í öllum stöðum. Guðmundur hló lengi þegar honum voru sögð þessi ummæli. „Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag, hann verður bara að leika sér með þetta eitthvað. En ég hlakka mikið til að spila við þá. Guðmundur átti andvökunótt eftir Argentínuleikinn en verður næsta nótt auðveldari. „Já ég held það og nú klæjar mann í fingurna að komast í þessa næstu leiki sem eftir eru,“ sagði Guðmundur að lokum en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53 Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52 Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17 Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Sjá meira
Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. 18. janúar 2015 17:53
Stórsigur hjá Dönum | Svíar líta vel út Þremur leikjum er nýlokið á HM í handbolta í Katar. 18. janúar 2015 19:52
Umfjöllun: Þýskur sigur í hörkuleik Dagur Sigurðsson og drengir hans í þýska landsliðinu mættu grjóthörðum Rússum í Lusail í dag. 18. janúar 2015 18:17
Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Varnartröllið Oliver Roggisch er nú liðsstjóri Þýskalands og lofaði Dag Sigurðsson í hástert. 18. janúar 2015 10:00