Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 28. janúar 2011 08:00 Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks. Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks.
Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45