Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 28. janúar 2011 08:00 Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks. Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks.
Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45