Matthew svaf Knútsmegin í rúminu hennar Önnu á Hofi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 10:15 Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39
Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30
Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30
Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31
Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43