San Antonio kastaði í raun sigrinum frá sér. Slæmt innkast hjá Tim Duncan leyfði Brandon Jennings að skora sigurkörfu leiksins. Detroit náði þar með að vinna upp 18 stiga forskot Spurs í leiknum.
„Við erum að verða betri. Ef menn gefast ekki upp þá geta komið tækifæri. Auðvitað vorum við heppnir í lokin en dugnaður okkar skilaði líka sínu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Detroit.
Tony Parker snéri aftur í lið Spurs eftir meiðsli en spilaði lítið og komst ekki á blað enda ekki orðinn nægilega góður. Liðið er 6-7 án hans.
Úrslit:
Milwaukee-Phoenix 96-102
San Antonio-Detroit 104-105
Staðan í NBA-deildinni.