Höfuðborgin og hestamennskan Ágúst Sigurðsson og Ísólfur Gylfi Pálmason og Björgvin G. Sigurðsson skrifa 16. október 2014 07:00 Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýningum síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljanlega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjölmargt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þannig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindardóttur að mótunum skuli fundinn varanlegur staður í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðnings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga?Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskrar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suðurlandið allt. Við skorum á stjórn Landssambands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuðborgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgarlífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsileg landsmót með reglulegu millibili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Landsmót hestamanna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða mannlífs og íþrótta í landinu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Gripurinn er annálaður og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýningum síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljanlega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjölmargt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þannig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hestamanna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindardóttur að mótunum skuli fundinn varanlegur staður í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðnings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borgarinnar á bak við. Hins vegar vaknar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbyggingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suðurlandi, utan eitt, standa að og eiga?Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjónustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskrar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suðurlandið allt. Við skorum á stjórn Landssambands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuðborgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgarlífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsileg landsmót með reglulegu millibili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun