Umtalsverður ávinningur fyrirtækja og heimila Þorsteinn Víglundsson skrifar 15. október 2014 07:00 Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði varanlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ráð fyrir því að verðlag fyrirtækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. En varanlegur árangur í baráttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launakostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í viðskiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svigrúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun innlendra vöru- og þjónustuliða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Innlendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, innfluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðisliðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutningsverðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frekar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólgan helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni.Samstöðu þarf um betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðugleika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskiptahalli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjaraskerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á meginlínur efnahagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira. Þetta hefur gengið eftir. Kaupmáttur launa í september er 4% hærri en fyrir ári. Á árinu má ætla að kaupmáttur launa vaxi um 3,5% sem er einsdæmi á síðustu fimmtán árum að undanskyldu ofþensluárinu 2007. Við erum komin á ákjósanlegan stað en ákvarðanir aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á næstu vikum og mánuðum munu ráða því hvort árangurinn verði varanlegur. Það eru jákvæð merki til staðar. Til dæmis gera stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins ráð fyrir því að verðlag fyrirtækja þeirra hækki aðeins um 1% á næstu 6 mánuðum sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. En varanlegur árangur í baráttunni við verðbólguna verður ekki tryggður ef hækkun launakostnaðar heldur áfram að vera tvöfalt til þrefalt meiri en í viðskiptalöndunum og langt umfram það sem aukin framleiðni og bætt frammistaða skapar svigrúm fyrir. Verðbólgunni má í grófum dráttum skipta í þrennt; í hækkun innlendra vöru- og þjónustuliða, innfluttra vara og húsnæðiskostnaðar. Innlendu liðirnir vega 44% í vísitölu neysluverðs, innfluttu vörurnar 34% og húsnæðisliðurinn 22%. Í mælingu Hagstofunnar á verðlagi í september var tólf mánaða hækkun innlendu liðanna 2,1%, innflutningsverð lækkaði um 1,8% en húsnæðisliðurinn hækkaði um 6,7%. Með öðrum orðum hefur styrking gengis og lækkun innflutningsverðs fært verðbólguna undir verðbólgumarkmiðið. Ekki er hægt að búast við því að gengi krónunnar styrkist frekar og leggi lóð á þær vogarskálar að halda verðlagi niðri og ekkert lát er á verðhækkunum húsnæðis. Það er því undir innlendri vöru og þjónustu komið hvort verðbólgan helst undir markmiði, en það eru einkum þeir liðir sem næmir eru fyrir launabreytingum hér á landi. Af þeim sökum er þess ekki að vænta að verðbólgan verði undir markmiði Seðlabankans ef launabreytingar halda áfram að vera eins miklar og raun ber vitni.Samstöðu þarf um betri vinnubrögð Enn ríkir of mikil óvissa um verðbólgu á komandi misserum. Ný peningastefna hefur ekki verið mótuð, líkt og stefnt var að. Launahækkanir á vinnumarkaði eru meiri en ráð var fyrir gert og samrýmast ekki verðstöðugleika til lengri tíma. Síðast en ekki síst er ekki samstaða milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um efnahagsstefnuna. Gamalkunnug hringekja gæti brátt farið af stað og snúist með ógnarhraða. Vaxandi viðskiptahalli sem endar með gengisfalli, vaxandi verðbólgu og lífskjaraskerðingu í kjölfarið. Vonir um áframhaldandi hagvaxtarskeið á komandi árum geta brostið á skömmum tíma, verði ekki gripið í taumana. Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðugleika er að traust og gott samstarf sé á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Þar má margt betur fara og að óbreyttu stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur ef ekkert verður að gert. Sameiginleg sýn á meginlínur efnahagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts. Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi. Við verðum að taka höndum saman og koma í veg fyrir hörð átök á vinnumarkaði. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum. Áframhaldandi uppbygging kaupmáttar á grundvelli verðstöðugleika er besta leiðin til að bæta lífskjör hér á landi. Þar verða allir að axla ábyrgð.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar