Auðvitað ætla þær að vinna gullið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2014 06:00 Ása Inga Þorsteinsdóttir hefur staðið í ströngu síðustu mánuðina. vísir/ernir „Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“ Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
„Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“
Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira