Beiðni til ríkisstjórnarinnar Auður Guðjónsdóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði. Í ályktuninni er kveðið á um fjögur meginatriði. Eitt þeirra og það sem ég vildi gera að áhersluatriði hér er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu.“ Á dögunum fóru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til eins af Norðurlöndunum. Þau fóru til taugakerfisins. Nóbelsverðlaunahafarnir uppgötvuðu frumur sem mynda staðsetningarhæfni heilans. Þessi merkilega uppgötvun gæti orðið grunnurinn að stórauknum skilningi á virkni miðtaugakerfisins ef vel er hlúð að. Nú standa fyrir dyrum fundir íslenskra ráðherra með kollegum sínum á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni Nóbelsverðlaunanna vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til þeirra ráðherra sem fundina sækja að nota tækifærið og hvetja samráðherra sína á Norðurlöndum til að standa saman um að þau leggi fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum þess efnis að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að einu þróunarmarkmiðanna sem Sameinuðu þjóðirnar setja á næsta ári. Með því uppfylla íslensku ráðherrarnir það ákvæði í þingsályktuninni sem að framan greinir og styðja við taugavísindi á Norðurlöndum og í allri veröldinni. Alþjóðlegt taugavísindasvið þarf mjög á pólitískri aðstoð að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði. Í ályktuninni er kveðið á um fjögur meginatriði. Eitt þeirra og það sem ég vildi gera að áhersluatriði hér er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu.“ Á dögunum fóru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til eins af Norðurlöndunum. Þau fóru til taugakerfisins. Nóbelsverðlaunahafarnir uppgötvuðu frumur sem mynda staðsetningarhæfni heilans. Þessi merkilega uppgötvun gæti orðið grunnurinn að stórauknum skilningi á virkni miðtaugakerfisins ef vel er hlúð að. Nú standa fyrir dyrum fundir íslenskra ráðherra með kollegum sínum á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni Nóbelsverðlaunanna vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til þeirra ráðherra sem fundina sækja að nota tækifærið og hvetja samráðherra sína á Norðurlöndum til að standa saman um að þau leggi fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum þess efnis að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að einu þróunarmarkmiðanna sem Sameinuðu þjóðirnar setja á næsta ári. Með því uppfylla íslensku ráðherrarnir það ákvæði í þingsályktuninni sem að framan greinir og styðja við taugavísindi á Norðurlöndum og í allri veröldinni. Alþjóðlegt taugavísindasvið þarf mjög á pólitískri aðstoð að halda.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar