Ein kredda er ekki betri en önnur Ögmundur Jónasson skrifar 7. október 2014 00:00 jonhakon@frettabladid.is og sme@frettablaidid.is fjalla í örpistli á leiðarasíðu Fréttablaðsins um afstöðu mína til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir fyrir meint brot á samkeppnislögum: „Ögmundur segir að kerfið kringum mjólkurframleiðslu virki vel, en það þyrfti að skoða betur fákeppni á smásölumarkaði. Afstaða Ögmundar virðist mótuð af þeirri skoðun að ríkisvernduð einokun sé eitthvað skárri en önnur einokun. Hann þarf að skýra betur hvernig það getur staðist.“ Ég vil gjarnan skýra afstöðu mína til þessa máls eins og hér er óskað eftir en þó vil ég byrja á því hér og nú að vekja athygli á að málið snýst ekki um val á milli kreddukenninga. Með öðrum orðum, að ég hljóti annaðhvort að vera með ríkiseinokun eða einokun á markaði. Eða á móti hvoru tveggja. Eða vilji þessa kreddu en ekki hina…? Getur verið að ég taki hreinlega ekki afstöðu á þessum forsendum heldur vilji ég einfaldlega skoða hvaða fyrirkomulag reynist best í hverju tilviki og meta síðan í ljósi reynslunnar hvert beri að stefna? Þegar mál af þessu tagi koma upp hef ég hvatt til þess að menn staldri við og gaumgæfi efnisþættina en byrji ekki á því að gefa sér niðurstöðu fyrirfram með hliðsjón af uppáhaldskreddu sinni. Hvað varðar MS hef ég viljað spyrja hvort núverandi kerfi hafi reynst vel fyrir neytendur með tilliti til gæða og verðlags og hvernig það hafi gefist framleiðendum, íslenskum kúabændum. Er líklegt að annars konar kerfi gæfi betri raun? Hvaða fyrirkomulag tíðkast erlendis, hverjir hafa verið kostirnir og gallarnir? Að sjálfsögðu þarf þá einnig að skoða þátt smásöludreifingarinnar í verðmyndunarferlinu!Yfirveguð skynsemi Gefi menn sér að óheft samkeppni á þessu sviði gefi sjálfkrafa betri niðurstöðu en verðstýrt samvinnukerfi, þá er það engu minni kreddunálgun en sú að gefa sér fyrirfram að síðari kosturinn hljóti sjálfkrafa að vera betri. Hvorug nálgun er rétt. Framangreindar eru þær spurningar sem ég hef leitað svara við allar götur frá því ég sem þáverandi formaður BSRB studdi það verðmyndunarkerfi mjólkurafurða sem við búum við. Á grundvelli slíkrar yfirvegunar hefur núverandi forysta BSRB einnig byggt sína afstöðu og þá einkum horft til hagsmuna neytenda. Mér finnst sönnunarbyrðin hvíla hjá þeim sem vilja breyta kerfinu því ég tel staðreyndirnar tala máli núverandi kerfis. Kreddumenn streyma hins vegar fram á völlinn og rýna í formið en vilja sem minnst um innihaldið vita. Ég mun að sjálfsögðu verða við ósk Fréttablaðsins og gera nánar grein fyrir afstöðu minni en á þessu stigi læt ég nægja að nefna að málið snýst í mínum huga ekki um að velja á milli tveggja kreddukenninga. Kreddur eru aldrei góðar og koma ekki í stað yfirvegaðrar skynsemi sem byggir á því að skoða staðreyndir og horfa til reynslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
jonhakon@frettabladid.is og sme@frettablaidid.is fjalla í örpistli á leiðarasíðu Fréttablaðsins um afstöðu mína til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir fyrir meint brot á samkeppnislögum: „Ögmundur segir að kerfið kringum mjólkurframleiðslu virki vel, en það þyrfti að skoða betur fákeppni á smásölumarkaði. Afstaða Ögmundar virðist mótuð af þeirri skoðun að ríkisvernduð einokun sé eitthvað skárri en önnur einokun. Hann þarf að skýra betur hvernig það getur staðist.“ Ég vil gjarnan skýra afstöðu mína til þessa máls eins og hér er óskað eftir en þó vil ég byrja á því hér og nú að vekja athygli á að málið snýst ekki um val á milli kreddukenninga. Með öðrum orðum, að ég hljóti annaðhvort að vera með ríkiseinokun eða einokun á markaði. Eða á móti hvoru tveggja. Eða vilji þessa kreddu en ekki hina…? Getur verið að ég taki hreinlega ekki afstöðu á þessum forsendum heldur vilji ég einfaldlega skoða hvaða fyrirkomulag reynist best í hverju tilviki og meta síðan í ljósi reynslunnar hvert beri að stefna? Þegar mál af þessu tagi koma upp hef ég hvatt til þess að menn staldri við og gaumgæfi efnisþættina en byrji ekki á því að gefa sér niðurstöðu fyrirfram með hliðsjón af uppáhaldskreddu sinni. Hvað varðar MS hef ég viljað spyrja hvort núverandi kerfi hafi reynst vel fyrir neytendur með tilliti til gæða og verðlags og hvernig það hafi gefist framleiðendum, íslenskum kúabændum. Er líklegt að annars konar kerfi gæfi betri raun? Hvaða fyrirkomulag tíðkast erlendis, hverjir hafa verið kostirnir og gallarnir? Að sjálfsögðu þarf þá einnig að skoða þátt smásöludreifingarinnar í verðmyndunarferlinu!Yfirveguð skynsemi Gefi menn sér að óheft samkeppni á þessu sviði gefi sjálfkrafa betri niðurstöðu en verðstýrt samvinnukerfi, þá er það engu minni kreddunálgun en sú að gefa sér fyrirfram að síðari kosturinn hljóti sjálfkrafa að vera betri. Hvorug nálgun er rétt. Framangreindar eru þær spurningar sem ég hef leitað svara við allar götur frá því ég sem þáverandi formaður BSRB studdi það verðmyndunarkerfi mjólkurafurða sem við búum við. Á grundvelli slíkrar yfirvegunar hefur núverandi forysta BSRB einnig byggt sína afstöðu og þá einkum horft til hagsmuna neytenda. Mér finnst sönnunarbyrðin hvíla hjá þeim sem vilja breyta kerfinu því ég tel staðreyndirnar tala máli núverandi kerfis. Kreddumenn streyma hins vegar fram á völlinn og rýna í formið en vilja sem minnst um innihaldið vita. Ég mun að sjálfsögðu verða við ósk Fréttablaðsins og gera nánar grein fyrir afstöðu minni en á þessu stigi læt ég nægja að nefna að málið snýst í mínum huga ekki um að velja á milli tveggja kreddukenninga. Kreddur eru aldrei góðar og koma ekki í stað yfirvegaðrar skynsemi sem byggir á því að skoða staðreyndir og horfa til reynslunnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar