Af hverju fá þeir sem hugsa vel um heilsuna stundum krabbamein? Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 2. október 2014 07:00 „Þegar ég gekk í menntaskóla kynntist ég góðri konu sem kenndi okkur íþróttir. Hún kenndi okkur margt um heilbrigt líferni og hvatti okkur áfram til að hlúa vel að heilsunni. Íþróttakennarinn minn var fyrirmynd heilbrigðis en samt fékk hún krabbamein og lést langt um aldur fram.“ „Afi minn var einnig skynsamur maður. Hann var samt ekkert mikið að velta heilsunni fyrir sér. Hann var skólastjóri og sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og keðjureykti filterslausan Camel. Kaffibollann fyllti hann með fjórum kúffullum teskeiðum af hvítum sykri. Samt komst hann hátt á tíræðisaldur og var hress þegar hann lést úr elli.“ Svona sögur heyrum við ósjaldan. Svona sögur sem fá okkur til að efast um gildi rannsókna sem segja okkur endurtekið að reykingar valdi lungnakrabbameini, áfengi brjóstakrabbameini og offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu tekin. En af hverju fá sumir sem lifa heilbrigðu lífi krabbamein á meðan aðrir sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabbamein? Púslin í myndun krabbameina Því er erfitt að svara en við getum farið yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur að krabbamein séu eins og púsl. Bitarnir í púslinu geta verið misstórir og það geta verið misjafnlega margir bitar í hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig færri bita meðan aðrir þurfa að safna saman fleiri bitum. Suma púslbita erfum við frá forfeðrunum. Aðra fáum við vegna umhverfismengunar eða vinnuaðstæðna. Við getum einnig fengið bita með því að drekka áfengi, reykja, nota munn- eða neftóbak, hreyfa okkur lítið, borða of mikið af rauðu eða reyktu kjöti eða bara borða of mikið. Síðan getum við fengið púslbita með því að vera of mikið í sól, fara í ljós eða smitast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá án þess að nota smokk. Oft áttum við okkur samt ekki á því hvaðan þessir púslbitar koma eins og að við vitum ekki af hverju íþróttakennarinn fékk krabbamein en ekki afinn. En til að krabbamein myndist þurfum við að safna öllum bitunum saman og þeir þurfa allir að passa saman.Við getum oft haft áhrif Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að langflest lungnakrabbamein myndast vegna beinna og óbeinna reykinga (um 90%), en gleymum því ekki heldur að 10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabbamein fær meirihluti reykingamanna aldrei lungnakrabbamein eða um sex af hverjum sjö. Til að setja þetta í annað samhengi þá getum við ímyndað okkur tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 einstaklingar. Annar hópurinn hefur reykt í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu búist við að fá lungnakrabbamein á meðan 154 þeirra sem reykja fá lungnakrabbamein – eða 77-falt fleiri. Svipað á við um aðra lífshætti eins og áfengisneyslu. Það að neyta áfengis eykur líkur á brjóstakrabbameini og eykst áhættan eftir því sem meira er drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta áfengis ekki brjóstakrabbamein. Staðreyndin er því sú að þó svo að við vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur á krabbameinum getum við aldrei sagt að einhver hafi fengið krabbamein vegna áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleysis o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu ár og fær lungnakrabbamein að reykingar hafi mjög líklega átt þátt í myndun krabbameinsins. Að reykingarnar hafi lagt til púslbita.Dæmum ekki Það er því mikilvægt að dæma aldrei út frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei hægt að alhæfa að það hafi verið lokapúslið í spilinu. Við lifum í tæknivæddum heimi þar sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt að finna tíma til að huga að heilsunni. Engu að síður er gott að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífsstíll getur komið í veg fyrir stóran hlut krabbameina og aukið lífslíkur þeirra sem þegar hafa greinst. En gleymum því aldrei að ef við veikjumst þá er enn mikilvægara að ásaka okkur ekki um að hafa gert eitthvað rangt og einnig að sumir veikjast þrátt fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi. Og munum að það er alltaf rúm fyrir breytingar. Þó svo að við getum ekki stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því hvort við kjósum heilbrigða lífshætti sem geta bætt og lengt líf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
„Þegar ég gekk í menntaskóla kynntist ég góðri konu sem kenndi okkur íþróttir. Hún kenndi okkur margt um heilbrigt líferni og hvatti okkur áfram til að hlúa vel að heilsunni. Íþróttakennarinn minn var fyrirmynd heilbrigðis en samt fékk hún krabbamein og lést langt um aldur fram.“ „Afi minn var einnig skynsamur maður. Hann var samt ekkert mikið að velta heilsunni fyrir sér. Hann var skólastjóri og sótti Rótarýfundi. Hreyfði sig lítið og keðjureykti filterslausan Camel. Kaffibollann fyllti hann með fjórum kúffullum teskeiðum af hvítum sykri. Samt komst hann hátt á tíræðisaldur og var hress þegar hann lést úr elli.“ Svona sögur heyrum við ósjaldan. Svona sögur sem fá okkur til að efast um gildi rannsókna sem segja okkur endurtekið að reykingar valdi lungnakrabbameini, áfengi brjóstakrabbameini og offita ristilkrabbameini, svo dæmi séu tekin. En af hverju fá sumir sem lifa heilbrigðu lífi krabbamein á meðan aðrir sem vanrækja heilsu sína fá ekki krabbamein? Púslin í myndun krabbameina Því er erfitt að svara en við getum farið yfir það sem vitað er. Ímyndum okkur að krabbamein séu eins og púsl. Bitarnir í púslinu geta verið misstórir og það geta verið misjafnlega margir bitar í hverju púsli. Sum okkar þurfa þannig færri bita meðan aðrir þurfa að safna saman fleiri bitum. Suma púslbita erfum við frá forfeðrunum. Aðra fáum við vegna umhverfismengunar eða vinnuaðstæðna. Við getum einnig fengið bita með því að drekka áfengi, reykja, nota munn- eða neftóbak, hreyfa okkur lítið, borða of mikið af rauðu eða reyktu kjöti eða bara borða of mikið. Síðan getum við fengið púslbita með því að vera of mikið í sól, fara í ljós eða smitast af HPV-veiru eftir að hafa sofið hjá án þess að nota smokk. Oft áttum við okkur samt ekki á því hvaðan þessir púslbitar koma eins og að við vitum ekki af hverju íþróttakennarinn fékk krabbamein en ekki afinn. En til að krabbamein myndist þurfum við að safna öllum bitunum saman og þeir þurfa allir að passa saman.Við getum oft haft áhrif Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að langflest lungnakrabbamein myndast vegna beinna og óbeinna reykinga (um 90%), en gleymum því ekki heldur að 10% lungnakrabbameinssjúklinga hafa aldrei reykt. Þótt þeir sem reykja séu í 77-faldri áhættu að fá lungnakrabbamein fær meirihluti reykingamanna aldrei lungnakrabbamein eða um sex af hverjum sjö. Til að setja þetta í annað samhengi þá getum við ímyndað okkur tvo hópa. Í hvorum hópi eru 1.000 einstaklingar. Annar hópurinn hefur reykt í tuttugu ár hið minnsta en hinn aldrei reykt. Tveir í reyklausa hópnum gætu búist við að fá lungnakrabbamein á meðan 154 þeirra sem reykja fá lungnakrabbamein – eða 77-falt fleiri. Svipað á við um aðra lífshætti eins og áfengisneyslu. Það að neyta áfengis eykur líkur á brjóstakrabbameini og eykst áhættan eftir því sem meira er drukkið. Samt fá flestar konur sem neyta áfengis ekki brjóstakrabbamein. Staðreyndin er því sú að þó svo að við vitum að óheilbrigður lífsstíll auki líkur á krabbameinum getum við aldrei sagt að einhver hafi fengið krabbamein vegna áfengisneyslu, reykinga, hreyfingarleysis o.s.frv. Við getum hins vegar sagt að ef einhver hefur reykt í meira en tuttugu ár og fær lungnakrabbamein að reykingar hafi mjög líklega átt þátt í myndun krabbameinsins. Að reykingarnar hafi lagt til púslbita.Dæmum ekki Það er því mikilvægt að dæma aldrei út frá lífsháttum því þó svo að einhver lifi ekki nægilega heilbrigðu lífi þá er aldrei hægt að alhæfa að það hafi verið lokapúslið í spilinu. Við lifum í tæknivæddum heimi þar sem hraðinn er oft mikill og oft erfitt að finna tíma til að huga að heilsunni. Engu að síður er gott að vera vakandi fyrir þeirri staðreynd að heilbrigður lífsstíll getur komið í veg fyrir stóran hlut krabbameina og aukið lífslíkur þeirra sem þegar hafa greinst. En gleymum því aldrei að ef við veikjumst þá er enn mikilvægara að ásaka okkur ekki um að hafa gert eitthvað rangt og einnig að sumir veikjast þrátt fyrir að hafa lifað mjög heilbrigðu lífi. Og munum að það er alltaf rúm fyrir breytingar. Þó svo að við getum ekki stjórnað því hvort við fáum sjúkdóminn eða ekki þá getum við alltaf stjórnað því hvort við kjósum heilbrigða lífshætti sem geta bætt og lengt líf okkar.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun