Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði 1. október 2014 13:00 Meistaramánuður hefst í dag en í honum skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér persónuleg markmið. Markmiðin eru af ýmsu tagi; allt frá því að huga betur að heilsunni og hreyfa sig meira yfir í að rækta betur vini og fjölskyldu, fara fyrr á fætur eða lesa fleiri bækur. Rannsóknir sýna að það taki 30 daga að koma sér upp nýjum venjum. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks og Fréttablaðið fékk nokkra þátttakendur í mánuðinum til þess að segja frá sínum markmiðum. Þeir sem vilja skrá sig til leiks geta gert það á heimasíðu Meistaramánuðar.Berglind Pétursdóttir.Jóga eins og vindurinn „Ég ætla að fara á fætur klukkan sjö og eiga alls konar huggulegar morgunstundir,“ segir Berglind Pétursdóttir dansari. „Svo ætla ég að prófa vegan-mataræðið sem verður mesta áskorunin þar sem Steinþór ætlar að taka paleo og verður skellandi einhverjum grasfóðruðum steikum á pönnuna daginn út og inn,“ segir hún og vísar í kærasta sinn, Steinþór Helga Arnsteinsson, sem einnig tekur þátt. „Svo ætla ég að vera algjör Jógi björn og halda áfram að stunda jóga eins og vindurinn.“Ása Ottesen.Drekka meira vatn „Ég ætla að drekka meira vatn á hverjum degi, reyna að ná tveimur lítrum á dag,“ segir Ása Ottesen, markaðsfulltrúi hjá Te og kaffi. „Ég ætla líka að fara á þriggja daga djúskúr og reyna að djúsa einu sinni í viku í framhaldi af því,“ Ása ætlar líka að vera dugleg að rækta samskipti við fjölskyldu og vini. „Ég ætla að bjóða vinum og fjölskyldu oftar heim í bröns eða kvöldmat.“Aníta Eldjárn.Rækta vináttuna og lesa bók „Ég ætla að rækta vini mína. Síðan ætla ég að lesa allavega eina bók og taka tölvuna mína aldrei með upp í rúm,“ segir Aníta Eldjárn ljósmyndari. „Ég ætla líka að sleppa sykri, hreyfa mig allavega í 30 mínútur á dag og sleppa öllu áfengi.“Atli Fannar.Ólympíulyftingar og elda góðan mat „Síðustu Meistaramánuðir hafa verið svo farsælir að ég þarf ekki lengur að umturna lífsstíl mínum í október á hverju ári. Ég hreyfi mig nú þegar sex sinnum í viku, borða miklu sjaldnar pizzu en ég óska mér og er sofnaður klukkan 23 á kvöldin vegna vinnuálags,“ segir Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður. Markmiðin fyrir Meistaramánuði í ár eru því þessi: Ég ætla á námskeið í ólympískum lyftingum. Takmark mitt síðustu þrjú ár er að geta troðið í körfu og ég er búinn að segja það svo oft að engum finnst það merkilegt eða göfugt lengur. Ég hef hins vegar aldrei verið nær takmarki mínu og trúi að ólympísku lyftingarnar séu það sem þarf til að skjóta mér upp í hæðir sem ég ætti ekki að ná sökum genatískrar ólukku. Ég ætla líka að elda meira. Og reyndar kærastan mín. Við ætlum sem sagt að elda þrisvar í viku í október. Takmarkið er þó ekkert endilega að belgja okkur út á chiafræum og mysingi heldur bara að elda góðan mat, njóta stundarinnar og borða svo afganga daginn eftir. Þannig sparast milljónir sem færu annars í útþanda vasa skyndibitakónganna í Reykjavík. Og síðan ekkert nammi. Það verður drulluerfitt.“Hulda Halldóra Tryggvadóttir.Elda nýja rétti og gefa blóð „Ég ætla að einbeita mér að því að borða hollt og á réttum tíma,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. „Svo hef ég sett mér það takmark að fara þrisvar sinnum í ræktina í viku. Ég ætla að reyna að lesa þrjár bækur og hætta að skoða símann eftir að ég er komin inn í svefnherbergi. Einnig ætla ég að taka mig á í eldhúsinu og elda einn rétt í viku sem ég hef ekki eldað áður. Svo ætla ég að gefa blóð og muna að taka nótu fyrir öllu sem ég kaupi.“Jón Þór Sigurðsson.Út með skyndibitann „Ég ætla að reyna að vera meiri svona „hipster“, meira svona „analog“ í október. Út með skyndibitann og elda heima,“ segir Jón Þór Sigurðsson trommari. „Ég ætla að halda tölvu- og snjallsímanotkun í lágmarki (kannski lesa bók!) og fara snemma að sofa. Svo með áfengið þá verður það í hæsta máta einn og einn hipsterabjór frá Borg.“ Meistaramánuður Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Meistaramánuður hefst í dag en í honum skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér persónuleg markmið. Markmiðin eru af ýmsu tagi; allt frá því að huga betur að heilsunni og hreyfa sig meira yfir í að rækta betur vini og fjölskyldu, fara fyrr á fætur eða lesa fleiri bækur. Rannsóknir sýna að það taki 30 daga að koma sér upp nýjum venjum. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks og Fréttablaðið fékk nokkra þátttakendur í mánuðinum til þess að segja frá sínum markmiðum. Þeir sem vilja skrá sig til leiks geta gert það á heimasíðu Meistaramánuðar.Berglind Pétursdóttir.Jóga eins og vindurinn „Ég ætla að fara á fætur klukkan sjö og eiga alls konar huggulegar morgunstundir,“ segir Berglind Pétursdóttir dansari. „Svo ætla ég að prófa vegan-mataræðið sem verður mesta áskorunin þar sem Steinþór ætlar að taka paleo og verður skellandi einhverjum grasfóðruðum steikum á pönnuna daginn út og inn,“ segir hún og vísar í kærasta sinn, Steinþór Helga Arnsteinsson, sem einnig tekur þátt. „Svo ætla ég að vera algjör Jógi björn og halda áfram að stunda jóga eins og vindurinn.“Ása Ottesen.Drekka meira vatn „Ég ætla að drekka meira vatn á hverjum degi, reyna að ná tveimur lítrum á dag,“ segir Ása Ottesen, markaðsfulltrúi hjá Te og kaffi. „Ég ætla líka að fara á þriggja daga djúskúr og reyna að djúsa einu sinni í viku í framhaldi af því,“ Ása ætlar líka að vera dugleg að rækta samskipti við fjölskyldu og vini. „Ég ætla að bjóða vinum og fjölskyldu oftar heim í bröns eða kvöldmat.“Aníta Eldjárn.Rækta vináttuna og lesa bók „Ég ætla að rækta vini mína. Síðan ætla ég að lesa allavega eina bók og taka tölvuna mína aldrei með upp í rúm,“ segir Aníta Eldjárn ljósmyndari. „Ég ætla líka að sleppa sykri, hreyfa mig allavega í 30 mínútur á dag og sleppa öllu áfengi.“Atli Fannar.Ólympíulyftingar og elda góðan mat „Síðustu Meistaramánuðir hafa verið svo farsælir að ég þarf ekki lengur að umturna lífsstíl mínum í október á hverju ári. Ég hreyfi mig nú þegar sex sinnum í viku, borða miklu sjaldnar pizzu en ég óska mér og er sofnaður klukkan 23 á kvöldin vegna vinnuálags,“ segir Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður. Markmiðin fyrir Meistaramánuði í ár eru því þessi: Ég ætla á námskeið í ólympískum lyftingum. Takmark mitt síðustu þrjú ár er að geta troðið í körfu og ég er búinn að segja það svo oft að engum finnst það merkilegt eða göfugt lengur. Ég hef hins vegar aldrei verið nær takmarki mínu og trúi að ólympísku lyftingarnar séu það sem þarf til að skjóta mér upp í hæðir sem ég ætti ekki að ná sökum genatískrar ólukku. Ég ætla líka að elda meira. Og reyndar kærastan mín. Við ætlum sem sagt að elda þrisvar í viku í október. Takmarkið er þó ekkert endilega að belgja okkur út á chiafræum og mysingi heldur bara að elda góðan mat, njóta stundarinnar og borða svo afganga daginn eftir. Þannig sparast milljónir sem færu annars í útþanda vasa skyndibitakónganna í Reykjavík. Og síðan ekkert nammi. Það verður drulluerfitt.“Hulda Halldóra Tryggvadóttir.Elda nýja rétti og gefa blóð „Ég ætla að einbeita mér að því að borða hollt og á réttum tíma,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. „Svo hef ég sett mér það takmark að fara þrisvar sinnum í ræktina í viku. Ég ætla að reyna að lesa þrjár bækur og hætta að skoða símann eftir að ég er komin inn í svefnherbergi. Einnig ætla ég að taka mig á í eldhúsinu og elda einn rétt í viku sem ég hef ekki eldað áður. Svo ætla ég að gefa blóð og muna að taka nótu fyrir öllu sem ég kaupi.“Jón Þór Sigurðsson.Út með skyndibitann „Ég ætla að reyna að vera meiri svona „hipster“, meira svona „analog“ í október. Út með skyndibitann og elda heima,“ segir Jón Þór Sigurðsson trommari. „Ég ætla að halda tölvu- og snjallsímanotkun í lágmarki (kannski lesa bók!) og fara snemma að sofa. Svo með áfengið þá verður það í hæsta máta einn og einn hipsterabjór frá Borg.“
Meistaramánuður Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira