Trúin á hagsmunina Bjarni Karlsson skrifar 11. september 2014 07:00 Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni. Deilurnar um morgun- og kvöldorð á RÚV hafa fengið þennan farveg líkt og annað. Stór notendahópur gengur fram og vill halda þessu óbreyttu og flestir líta svo á að hér séu hagsmunir trúaðra sem haldi sínum kröfum á lofti. Gegn þessu kemur sú staðhæfing að hér sé fátt á ferð annað en argur minnihlutahópur eldri borgara og þeirra sem vilji boða tiltekna trú. Taka skal fram að frá því dagskrárstjórnendur Rásar 1 tilkynntu að fella skyldi niður allan guðsorðalestur og bænahald kvölds og morgna hefur orðið viðsnúningur. Samanlagður tími kvöld- og morgunorða hefur ekki verið styttur heldur hafa morgunorðin með biblíulestri, íhugun og bæn orðið ítarlegri en áður, bætt hefur verið við þætti þar sem fjalla skal um trúmál á víðum grunni hvert sunnudagskvöld á besta tíma auk þess sem góðir útvarpsmenn hafa tekið höndum saman í þættinum Rökkurtónum á gamla kvöldorðatímanum þar sem við fáum að heyra áhugaverða tilraun guðfræðingsins og útvarpsmannsins Ævars Kjartanssonar til að hugleiða á forsendum almennrar skynsemi. Leikin eru ljúf lög og segja má að þarna sé mál hugar og hjarta á dagskrá þótt ég og aðrir sem iðka bæn sakni þess að heyra ekki bænamál. Ekki verður þó sagt að dagskrárstjórar hafi ekki hlýtt á fólk og endurskoðað fyrri ákvarðanir. Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki. – Veistu ekki að ég hef vald? Spurði Pílatus Krist. – Þú hefðir ekkert vald nema þér væri gefið það að ofan, ansaði hann. Þannig benti hann á hvernig þvingunarvaldið er spunnið að ofan úr kerfi yfirráða. Svar hans er ævarandi áminning til allra sem fara með völd: Mundu að þú ert maður eins og ég.Bænamál ólíkra kirkjudeilda Tíðarandinn horfir á hagsmuni en gefur lítið fyrir skoðanir. Pólitík er látin fjalla um hag ólíkra hópa og þegar talað er um réttlæti er einkum átt við jafnræðisregluna því við trúum ekki að til sé neitt réttlæti í sjálfu sér. Ég hygg að hugmyndin um hagsmuni á kostnað lífsskoðana sé snjallasta útfærslan á yfirráðum sem fram hefur komið og að Pílatus og rómverska valdið með sína landstjóra og standandi heri hafi verið hógvært í samanburði. Rökræðu er hafnað, hvers konar lífssýn tortryggð og þeim fækkar sem bera ábyrgð gagnvart almenningi á sama tíma og ofurlaun vaxa og margvíslegur annar ójöfnuður gagnvart mönnum og náttúru vegna þess að það er ekkert réttlæti, bara hagsmunir. Við þetta bætist sú tæra snilld að kostnaður yfirráðakerfisins er í lágmarki því allur almenningur er samtaka í trúnni á að ekkert réttlæti sé til í heiminum og hin fátæku telja sig sjálf bera ábyrgð á stöðu sinni. Þannig ritskoðar almenningur sjálfan sig og hin stóru trúarbrögð vestræns nútíma eru trúin á hagsmunina. Fylgjendur Jesú frá Nasaret geta ekki skilgreint sig sem hagsmunahóp. Að því leyti sem kristin kirkja fer að eðli sínu og fylgir stofnanda sínum stendur hún utan hagsmuna og heldur engu á lofti öðru en almannahag. Við trúum á Guð sem elskar af ástríðu og hefur fyrirætlanir, meiningar. Við treystum Jesú Kristi og sjáum í honum hið sanna réttlæti. Við trúum á heilagan anda sem býr í fólki og laðar fram Guðs góða vilja. Þess vegna höfum við enga kenningu aðra en persónu frelsarans, ekkert trúarkerfi nema bænamálið og íhugun ritningarinnar, enga kröfu umfram þá að mennskan sé ekki kæfð með hroka. Þar er komin ástæða þess að við vonum að guðsorð og bænir fái að óma í útvarpinu. Hvernig væri ef Ævar Kjartansson leyfði okkur að heyra bænamál ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða á kvöldin? Okkar hefðbundna og þjóðlega kristni ætti sinn stað á morgnana en ákall mannsandans í fjölbreytileika sínum á kvöldin? Væri það ekki sanngjarnt og þokkafullt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni. Deilurnar um morgun- og kvöldorð á RÚV hafa fengið þennan farveg líkt og annað. Stór notendahópur gengur fram og vill halda þessu óbreyttu og flestir líta svo á að hér séu hagsmunir trúaðra sem haldi sínum kröfum á lofti. Gegn þessu kemur sú staðhæfing að hér sé fátt á ferð annað en argur minnihlutahópur eldri borgara og þeirra sem vilji boða tiltekna trú. Taka skal fram að frá því dagskrárstjórnendur Rásar 1 tilkynntu að fella skyldi niður allan guðsorðalestur og bænahald kvölds og morgna hefur orðið viðsnúningur. Samanlagður tími kvöld- og morgunorða hefur ekki verið styttur heldur hafa morgunorðin með biblíulestri, íhugun og bæn orðið ítarlegri en áður, bætt hefur verið við þætti þar sem fjalla skal um trúmál á víðum grunni hvert sunnudagskvöld á besta tíma auk þess sem góðir útvarpsmenn hafa tekið höndum saman í þættinum Rökkurtónum á gamla kvöldorðatímanum þar sem við fáum að heyra áhugaverða tilraun guðfræðingsins og útvarpsmannsins Ævars Kjartanssonar til að hugleiða á forsendum almennrar skynsemi. Leikin eru ljúf lög og segja má að þarna sé mál hugar og hjarta á dagskrá þótt ég og aðrir sem iðka bæn sakni þess að heyra ekki bænamál. Ekki verður þó sagt að dagskrárstjórar hafi ekki hlýtt á fólk og endurskoðað fyrri ákvarðanir. Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki. – Veistu ekki að ég hef vald? Spurði Pílatus Krist. – Þú hefðir ekkert vald nema þér væri gefið það að ofan, ansaði hann. Þannig benti hann á hvernig þvingunarvaldið er spunnið að ofan úr kerfi yfirráða. Svar hans er ævarandi áminning til allra sem fara með völd: Mundu að þú ert maður eins og ég.Bænamál ólíkra kirkjudeilda Tíðarandinn horfir á hagsmuni en gefur lítið fyrir skoðanir. Pólitík er látin fjalla um hag ólíkra hópa og þegar talað er um réttlæti er einkum átt við jafnræðisregluna því við trúum ekki að til sé neitt réttlæti í sjálfu sér. Ég hygg að hugmyndin um hagsmuni á kostnað lífsskoðana sé snjallasta útfærslan á yfirráðum sem fram hefur komið og að Pílatus og rómverska valdið með sína landstjóra og standandi heri hafi verið hógvært í samanburði. Rökræðu er hafnað, hvers konar lífssýn tortryggð og þeim fækkar sem bera ábyrgð gagnvart almenningi á sama tíma og ofurlaun vaxa og margvíslegur annar ójöfnuður gagnvart mönnum og náttúru vegna þess að það er ekkert réttlæti, bara hagsmunir. Við þetta bætist sú tæra snilld að kostnaður yfirráðakerfisins er í lágmarki því allur almenningur er samtaka í trúnni á að ekkert réttlæti sé til í heiminum og hin fátæku telja sig sjálf bera ábyrgð á stöðu sinni. Þannig ritskoðar almenningur sjálfan sig og hin stóru trúarbrögð vestræns nútíma eru trúin á hagsmunina. Fylgjendur Jesú frá Nasaret geta ekki skilgreint sig sem hagsmunahóp. Að því leyti sem kristin kirkja fer að eðli sínu og fylgir stofnanda sínum stendur hún utan hagsmuna og heldur engu á lofti öðru en almannahag. Við trúum á Guð sem elskar af ástríðu og hefur fyrirætlanir, meiningar. Við treystum Jesú Kristi og sjáum í honum hið sanna réttlæti. Við trúum á heilagan anda sem býr í fólki og laðar fram Guðs góða vilja. Þess vegna höfum við enga kenningu aðra en persónu frelsarans, ekkert trúarkerfi nema bænamálið og íhugun ritningarinnar, enga kröfu umfram þá að mennskan sé ekki kæfð með hroka. Þar er komin ástæða þess að við vonum að guðsorð og bænir fái að óma í útvarpinu. Hvernig væri ef Ævar Kjartansson leyfði okkur að heyra bænamál ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða á kvöldin? Okkar hefðbundna og þjóðlega kristni ætti sinn stað á morgnana en ákall mannsandans í fjölbreytileika sínum á kvöldin? Væri það ekki sanngjarnt og þokkafullt?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun