Ást við fyrstu sýn Elín Albertsdóttir skrifar 2. ágúst 2014 00:01 Anna Kristinsdóttir gefur herramennina Morten og Inga Thor Busk saman á bryggjunni í Drottningholm í Stokkhólmi. Ingi samdi lag til Mortens sem flutt var síðar í veislunni. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Ingi Thor Busk og Morten Thor Busk gengu í hjónaband í Stokkhólmi 19. júlí í blíðskaparveðri. Þeir kynntust fyrir algjöra tilviljun í Sitges á Spáni fyrir einu ári. Eftir þrettán mínútna kynni var bónorðið borið upp. Stórbrotin og litrík Gleðiganga fer um götur Stokkhólmsborgar í dag en Hinsegin dagar hafa staðið þar yfir í nokkra daga. Hinir nýgiftu, Ingi Thor og Morten, hafa tekið virkan þátt í hátíðahöldunum og hittu meðal annarra heiðursgestinn, Conchitu Wurst, sigurvegara Eurovision-keppninnar, í veislu á miðvikudagskvöld. Ingi Thor segir að það hafi verið ákaflega skemmtilegt að hitta Chonchitu og rabba við hana. Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík eftir helgina en Ingi Thor hefur oft tekið þátt í þeim. Hann verður hins vegar fjarri góðu gamni þegar Gleðigangan fer um borgina næsta laugardag.Morten og Ingi Thor á hamingjustund ári eftir að örlögin leiddu þá saman.Örlögin tóku í taumana Það er ekki langt síðan Ingi Thor flutti til Stokkhólms en líf hans tók óvænta og örlagaríku stefnu síðastliðið sumar. Ingi Thor var viðburðastjóri hjá Reykjavíkurborg og skipulagði ýmsa viðburði fyrir borgina. Hann sinnir því áfram í hlutastarfi frá Svíþjóð. Hann sat í stjórn vetrarhátíðar, jólaborgarinnar og fleiri slíkra hátíða hjá borginni. Sömuleiðis sér hann um alþjóðlegt samstarf tengt slíkum viðburðum. Nýlega var honum boðið virðingarstarf hjá Gay & Lesbian International Sport Association. Ingi starfaði meðal annars við að fá Heimsleikana til Íslands 2017. Ísland tapaði reyndar þeim slag fyrir Miami á Flórída. „Ég hef alltaf verið tengdur íþróttum, menningarmálum og mannréttindum,“ segir Ingi Thor sem keppti í sundi á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. „Mannréttindi skipta mig miklu máli og ég er með mörg verkefni í handraðanum sem tengjast þeim. Þótt við Íslendingar séum komnir nokkuð langt í baráttu samkynhneigðra er það hlutverk okkar að styðja aðrar þjóðir í þeirra réttindabaráttu. Við eigum að vera fyrirmynd í þessum málum. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist á Íslandi er baráttan þó enn í gangi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir marga að koma út úr skápnum í litlum bæjarfélögum úti á landi,“ segir Ingi Thor.Viltu giftast mér? Þegar við snúum tali okkar að örlagadeginum í fyrrasumar segir hann að þá hafi margt gerst í lífi hans. „Ég fór í sumarfrí til Sitges á Spáni í maí í fyrra. Þegar ég var kominn þangað fékk ég upphringingu um að faðir minn hefði látist. Ég ákvað því að snúa heim aftur þótt fríið væri rétt að hefjast. Vinir mínir, Magnús Loftsson og Gunnar Ásgeirsson, komu síðar að máli við mig og sögðu að þeir væru að fara til Sitges í júlí „og þú átt að koma með okkur“. Þeir drógu mig sem sagt aftur til Sitges. Ég kom þangað seint um kvöld hinn 19. júlí 2013, tveimur dögum á eftir þeim. Ég ákvað að kíkja á barinn og fá mér einn drykk fyrir svefninn. Þar sem ég sit og virði fyrir mér umhverfið sé ég þennan mann koma. Þetta var ást við fyrstu sýn og ég hef aldrei upplifað aðrar eins tilfinningar,“ segir Ingi Thor og skellihlær þegar hann rifjar þetta upp. „Ég spurði hvort ég mætti bjóða honum upp á drykk. Hann samþykkti það. Í framhaldinu sagði ég: „Þú færð ekki drykkinn nema þú lofir að giftast mér einn góðan veðurdag. Hann svaraði að það væri ekkert mál. Það tók mig þrettán mínútur að bjóða honum drykk og bera fram bónorð,“ segir Ingi Thor. „Morten fékk drykkinn og síðan höfum við verið óaðskiljanlegir. Næstu mánuðir voru dýrir hjá okkur með endalausum ferðalögum á milli Íslands og Svíþjóðar. Það liðu aldrei meira en tvær, þrjár vikur á milli heimsókna.“Brúðkaup varð að jarðarför Ingi Thor er léttur í skapi og segir skemmtilega frá þessum fyrstu kynnum þeirra Mortens. Hann er danskur en hefur búið í Stokkhólmi undanfarin ár þar sem hann er verslunarstjóri hjá hinu danska vöruhúsi Illum. Morten hafði aldrei komið til Íslands og vissi lítið um landið. „Núna er hann ofboðslega hrifinn af landi og þjóð. Ég á yndislega vini og fjölskyldu sem hafa tekið honum opnum örmum.“ Ingi segir að það hafi verið erfitt að þvælast stöðugt á milli landanna og loks tóku þeir þá ákvörðun að hann flytti út. „Það var ekki erfið ákvörðun,“ segir hann. „Ég bjó í Bretlandi í 24 ár en flutti heim til Íslands árið 2011, er því vanur að búa í útlöndum. Ég lærði leiklist í Englandi og starfaði við hin ýmsu verkefni en síðustu árin var ég framkvæmdastjóri norrænnar listahátíðar í fimm ár og framkvæmdastjóri stærsta listaseturs í Liverpool í þrjú ár. Það rann upp fyrir mér að annaðhvort ætti ég að fara að huga að heimferð eða setjast alfarið að í Bretlandi. Þegar staðan var auglýst hjá Reykjavíkurborg sótti ég um og fékk,“ segir Ingi Thor. „Þá varð ekki aftur snúið.“ Ingi Thor hafði verið í sambúð í Bretlandi og brúðkaup var fyrirhugað árið 1997 „Unnustinn minn veiktist alvarlega og dó viku fyrir brúðkaupið okkar. Giftingin breyttist í jarðarför. Svona er lífið, allt getur gerst,“ segir Ingi sem er að verða 52 ára. „Lífið getur líka tekið óvænta en afar ánægjulega stefnu. Ég fann ástina á ný og segi því að það sé von fyrir alla.“Veisla á herragarði Þegar Ingi Thor er spurður út í brúðkaupið 19. júlí segir hann að þetta hafi verið ótrúlegur dagur. „Vinir okkar búa í Drottningholm í Stokkhólmi en þeir höfðu þrýst á að við létum verða af giftingu. Þeir buðu okkur að halda veisluna við herragarð sem þeir eiga á fallegum stað við vatnið. Á upphaflega gestalistanum voru sex hundruð manns en við tókum þá ákvörðun að hafa þetta smærra í sniðum og enduðum í matarveislu fyrir 90 manns. Brúðkaupshelgin stóð frá fimmtudegi en flestir gestir okkar komu þá. Fjölskylda og vinir frá Íslandi og Danmörku.“ Giftingin sjálf var kl. 16 á laugardeginum en þeir Morten komu siglandi á fallegum báti að bryggjunni við herragarðinn undir ljúfri tónlist. Vinir og fjölskyldan tóku á móti þeim. „Þetta var svo magnað að það voru engin þurr augu á svæðinu,“ segir Ingi en veðrið var yndislegt þennan dag, glampandi sól og hiti. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, gaf þá saman við hátíðlega athöfn. Veislan var haldin utanhúss. „Þetta var partíbrúðkaup og allir skemmtu sér konunglega til tvö um nóttina. Við erum enn í skýjunum yfir hversu vel þetta heppnaðist,“ segir Ingi. Brúðkaupsferð til Sitges er síðan á dagskrá í september. Gleðin við völd Ingi á ekki von á öðru en að þeir muni búa áfram í Svíþjóð. Hann segir að þeir Morten eigi margt sameiginlegt þótt þeir séu líka ólíkir. „Við erum alltaf að uppgötva skemmtilegar tengingar á milli okkar. Ég get nefnt að bróðir Mortens, Flemming Busk, er einn aðalhúsgagnahönnuður Dana og það eru húsgögn eftir hann í tónlistarhúsinu Hörpu. Hann hefur aldrei komið til Íslands en hefur áhuga á landinu eftir að hann frétti af húsgögnunum sínum í Hörpu,“ segir Ingi Thor sem nýtur gleðinnar í Stokkhólmi í dag ásamt eiginmanni sínum. „Við lítum björtum augum til framtíðarinnar.“n elin@365.is Ástin og lífið Eurovision Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ingi Thor Busk og Morten Thor Busk gengu í hjónaband í Stokkhólmi 19. júlí í blíðskaparveðri. Þeir kynntust fyrir algjöra tilviljun í Sitges á Spáni fyrir einu ári. Eftir þrettán mínútna kynni var bónorðið borið upp. Stórbrotin og litrík Gleðiganga fer um götur Stokkhólmsborgar í dag en Hinsegin dagar hafa staðið þar yfir í nokkra daga. Hinir nýgiftu, Ingi Thor og Morten, hafa tekið virkan þátt í hátíðahöldunum og hittu meðal annarra heiðursgestinn, Conchitu Wurst, sigurvegara Eurovision-keppninnar, í veislu á miðvikudagskvöld. Ingi Thor segir að það hafi verið ákaflega skemmtilegt að hitta Chonchitu og rabba við hana. Hinsegin dagar hefjast í Reykjavík eftir helgina en Ingi Thor hefur oft tekið þátt í þeim. Hann verður hins vegar fjarri góðu gamni þegar Gleðigangan fer um borgina næsta laugardag.Morten og Ingi Thor á hamingjustund ári eftir að örlögin leiddu þá saman.Örlögin tóku í taumana Það er ekki langt síðan Ingi Thor flutti til Stokkhólms en líf hans tók óvænta og örlagaríku stefnu síðastliðið sumar. Ingi Thor var viðburðastjóri hjá Reykjavíkurborg og skipulagði ýmsa viðburði fyrir borgina. Hann sinnir því áfram í hlutastarfi frá Svíþjóð. Hann sat í stjórn vetrarhátíðar, jólaborgarinnar og fleiri slíkra hátíða hjá borginni. Sömuleiðis sér hann um alþjóðlegt samstarf tengt slíkum viðburðum. Nýlega var honum boðið virðingarstarf hjá Gay & Lesbian International Sport Association. Ingi starfaði meðal annars við að fá Heimsleikana til Íslands 2017. Ísland tapaði reyndar þeim slag fyrir Miami á Flórída. „Ég hef alltaf verið tengdur íþróttum, menningarmálum og mannréttindum,“ segir Ingi Thor sem keppti í sundi á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. „Mannréttindi skipta mig miklu máli og ég er með mörg verkefni í handraðanum sem tengjast þeim. Þótt við Íslendingar séum komnir nokkuð langt í baráttu samkynhneigðra er það hlutverk okkar að styðja aðrar þjóðir í þeirra réttindabaráttu. Við eigum að vera fyrirmynd í þessum málum. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist á Íslandi er baráttan þó enn í gangi. Það er til dæmis mjög erfitt fyrir marga að koma út úr skápnum í litlum bæjarfélögum úti á landi,“ segir Ingi Thor.Viltu giftast mér? Þegar við snúum tali okkar að örlagadeginum í fyrrasumar segir hann að þá hafi margt gerst í lífi hans. „Ég fór í sumarfrí til Sitges á Spáni í maí í fyrra. Þegar ég var kominn þangað fékk ég upphringingu um að faðir minn hefði látist. Ég ákvað því að snúa heim aftur þótt fríið væri rétt að hefjast. Vinir mínir, Magnús Loftsson og Gunnar Ásgeirsson, komu síðar að máli við mig og sögðu að þeir væru að fara til Sitges í júlí „og þú átt að koma með okkur“. Þeir drógu mig sem sagt aftur til Sitges. Ég kom þangað seint um kvöld hinn 19. júlí 2013, tveimur dögum á eftir þeim. Ég ákvað að kíkja á barinn og fá mér einn drykk fyrir svefninn. Þar sem ég sit og virði fyrir mér umhverfið sé ég þennan mann koma. Þetta var ást við fyrstu sýn og ég hef aldrei upplifað aðrar eins tilfinningar,“ segir Ingi Thor og skellihlær þegar hann rifjar þetta upp. „Ég spurði hvort ég mætti bjóða honum upp á drykk. Hann samþykkti það. Í framhaldinu sagði ég: „Þú færð ekki drykkinn nema þú lofir að giftast mér einn góðan veðurdag. Hann svaraði að það væri ekkert mál. Það tók mig þrettán mínútur að bjóða honum drykk og bera fram bónorð,“ segir Ingi Thor. „Morten fékk drykkinn og síðan höfum við verið óaðskiljanlegir. Næstu mánuðir voru dýrir hjá okkur með endalausum ferðalögum á milli Íslands og Svíþjóðar. Það liðu aldrei meira en tvær, þrjár vikur á milli heimsókna.“Brúðkaup varð að jarðarför Ingi Thor er léttur í skapi og segir skemmtilega frá þessum fyrstu kynnum þeirra Mortens. Hann er danskur en hefur búið í Stokkhólmi undanfarin ár þar sem hann er verslunarstjóri hjá hinu danska vöruhúsi Illum. Morten hafði aldrei komið til Íslands og vissi lítið um landið. „Núna er hann ofboðslega hrifinn af landi og þjóð. Ég á yndislega vini og fjölskyldu sem hafa tekið honum opnum örmum.“ Ingi segir að það hafi verið erfitt að þvælast stöðugt á milli landanna og loks tóku þeir þá ákvörðun að hann flytti út. „Það var ekki erfið ákvörðun,“ segir hann. „Ég bjó í Bretlandi í 24 ár en flutti heim til Íslands árið 2011, er því vanur að búa í útlöndum. Ég lærði leiklist í Englandi og starfaði við hin ýmsu verkefni en síðustu árin var ég framkvæmdastjóri norrænnar listahátíðar í fimm ár og framkvæmdastjóri stærsta listaseturs í Liverpool í þrjú ár. Það rann upp fyrir mér að annaðhvort ætti ég að fara að huga að heimferð eða setjast alfarið að í Bretlandi. Þegar staðan var auglýst hjá Reykjavíkurborg sótti ég um og fékk,“ segir Ingi Thor. „Þá varð ekki aftur snúið.“ Ingi Thor hafði verið í sambúð í Bretlandi og brúðkaup var fyrirhugað árið 1997 „Unnustinn minn veiktist alvarlega og dó viku fyrir brúðkaupið okkar. Giftingin breyttist í jarðarför. Svona er lífið, allt getur gerst,“ segir Ingi sem er að verða 52 ára. „Lífið getur líka tekið óvænta en afar ánægjulega stefnu. Ég fann ástina á ný og segi því að það sé von fyrir alla.“Veisla á herragarði Þegar Ingi Thor er spurður út í brúðkaupið 19. júlí segir hann að þetta hafi verið ótrúlegur dagur. „Vinir okkar búa í Drottningholm í Stokkhólmi en þeir höfðu þrýst á að við létum verða af giftingu. Þeir buðu okkur að halda veisluna við herragarð sem þeir eiga á fallegum stað við vatnið. Á upphaflega gestalistanum voru sex hundruð manns en við tókum þá ákvörðun að hafa þetta smærra í sniðum og enduðum í matarveislu fyrir 90 manns. Brúðkaupshelgin stóð frá fimmtudegi en flestir gestir okkar komu þá. Fjölskylda og vinir frá Íslandi og Danmörku.“ Giftingin sjálf var kl. 16 á laugardeginum en þeir Morten komu siglandi á fallegum báti að bryggjunni við herragarðinn undir ljúfri tónlist. Vinir og fjölskyldan tóku á móti þeim. „Þetta var svo magnað að það voru engin þurr augu á svæðinu,“ segir Ingi en veðrið var yndislegt þennan dag, glampandi sól og hiti. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, gaf þá saman við hátíðlega athöfn. Veislan var haldin utanhúss. „Þetta var partíbrúðkaup og allir skemmtu sér konunglega til tvö um nóttina. Við erum enn í skýjunum yfir hversu vel þetta heppnaðist,“ segir Ingi. Brúðkaupsferð til Sitges er síðan á dagskrá í september. Gleðin við völd Ingi á ekki von á öðru en að þeir muni búa áfram í Svíþjóð. Hann segir að þeir Morten eigi margt sameiginlegt þótt þeir séu líka ólíkir. „Við erum alltaf að uppgötva skemmtilegar tengingar á milli okkar. Ég get nefnt að bróðir Mortens, Flemming Busk, er einn aðalhúsgagnahönnuður Dana og það eru húsgögn eftir hann í tónlistarhúsinu Hörpu. Hann hefur aldrei komið til Íslands en hefur áhuga á landinu eftir að hann frétti af húsgögnunum sínum í Hörpu,“ segir Ingi Thor sem nýtur gleðinnar í Stokkhólmi í dag ásamt eiginmanni sínum. „Við lítum björtum augum til framtíðarinnar.“n elin@365.is
Ástin og lífið Eurovision Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira