Vonast til þess að hann fái að keppa Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2014 09:00 Þjóðverjinn Marcus Rehm er magnaður íþróttamaður sem verðskuldar keppnisrétt á Evrópumótinu í Zürich að mati Helga. Fréttablaðið/Getty „Ég er ekki sammála því að það eigi að banna honum þátttöku. Gervifótur kemur aldrei í stað venjulegs fótar,“ sagði Helgi Sveinsson spjótkastari, sem er einn af nokkrum íþróttamönnum sem nota gervifót frá Össuri, um málefni Marcus Rehm. Langstökkvarinn Marcus Rehm frá Þýskalandi sigraði á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum þegar hann stökk 8,24 metra um helgina. Með því náði Rehm lágmarki fyrir EM ófatlaðra sem fer fram í Zürich síðar í sumar en hann keppir með gervifót frá Össuri og hefur umræða myndast um hvort hann eigi að fá keppnisrétt á EM. „Ég skil alveg að fólk gæti trúað að hann hefði eitthvert forskot. Ég held að fólk hræðist það sem það þekkir ekki, hlaupafjöður kemur aldrei í stað venjulegs fótar. Hann er framúrskarandi íþróttamaður, þessi strákur. Hann er að ná öllu út úr því sem hægt er með þennan fót,“ sagði Helgi. Helgi sá líkindi með málinu og máli Oscars Pistorius sem vann fyrstur til verðlauna á HM ófatlaðra með gervifót árið 2011. Oscar fékk síðan þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London ári síðar. „Til að byrja með var Oscar rannsakaður í bak og fyrir en á endanum fékk hann að keppa. Ég vonast til þess að fyrst Oscar fékk að keppa fái Marcus að keppa líka. Það er búið að ryðja veginn og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann keppi,“ sagði Helgi. „Þó að þú missir fót geturðu alveg komist í fremstu röð. Hann er ungu keppnisfólki góð fyrirmynd,“ sagði Helgi. Íþróttir Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
„Ég er ekki sammála því að það eigi að banna honum þátttöku. Gervifótur kemur aldrei í stað venjulegs fótar,“ sagði Helgi Sveinsson spjótkastari, sem er einn af nokkrum íþróttamönnum sem nota gervifót frá Össuri, um málefni Marcus Rehm. Langstökkvarinn Marcus Rehm frá Þýskalandi sigraði á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum þegar hann stökk 8,24 metra um helgina. Með því náði Rehm lágmarki fyrir EM ófatlaðra sem fer fram í Zürich síðar í sumar en hann keppir með gervifót frá Össuri og hefur umræða myndast um hvort hann eigi að fá keppnisrétt á EM. „Ég skil alveg að fólk gæti trúað að hann hefði eitthvert forskot. Ég held að fólk hræðist það sem það þekkir ekki, hlaupafjöður kemur aldrei í stað venjulegs fótar. Hann er framúrskarandi íþróttamaður, þessi strákur. Hann er að ná öllu út úr því sem hægt er með þennan fót,“ sagði Helgi. Helgi sá líkindi með málinu og máli Oscars Pistorius sem vann fyrstur til verðlauna á HM ófatlaðra með gervifót árið 2011. Oscar fékk síðan þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London ári síðar. „Til að byrja með var Oscar rannsakaður í bak og fyrir en á endanum fékk hann að keppa. Ég vonast til þess að fyrst Oscar fékk að keppa fái Marcus að keppa líka. Það er búið að ryðja veginn og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann keppi,“ sagði Helgi. „Þó að þú missir fót geturðu alveg komist í fremstu röð. Hann er ungu keppnisfólki góð fyrirmynd,“ sagði Helgi.
Íþróttir Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira