Nauðsynlegar sameiningar háskóla Sveinn Hallgrímsson skrifar 13. júní 2014 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efasemdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær forsendur sem notaðar eru.Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræðingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinningur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Samkvæmt núverandi skipulagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Líklegt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvanneyri!Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjáfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni einingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðshöfðingja. Get verið sammála sumu, sem þú segir, en ekki að verið sé að leggja til skynsamlegar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamálaráðherra, ættu því að vera tilbúin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum.Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfélaginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúrufræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofnunarinnar tengdust háskólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins?Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar landbúnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður). LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarðanir bæði rekstrarlega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ, yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfélagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstaklega HÍ, stuðla að rekstrarhagræðingu og aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efasemdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær forsendur sem notaðar eru.Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræðingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinningur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Samkvæmt núverandi skipulagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Líklegt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvanneyri!Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjáfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni einingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðshöfðingja. Get verið sammála sumu, sem þú segir, en ekki að verið sé að leggja til skynsamlegar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamálaráðherra, ættu því að vera tilbúin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum.Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfélaginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúrufræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofnunarinnar tengdust háskólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins?Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar landbúnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður). LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarðanir bæði rekstrarlega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ, yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfélagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstaklega HÍ, stuðla að rekstrarhagræðingu og aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref?
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar