Hvað gerir hreyfing fyrir þig? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2014 07:00 Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum flest sameiginlegt að hugsa mikið um mat og eiga nóg til af honum. Annað sem við eigum sameiginlegt er að sofa. Að nærast og sofa eru frumþarfir okkar. Án þeirra værum við ekki hér. En hvað með hreyfingu? Hreyfing er klárlega vanmetin. Einungis um 30 prósent fólks hreyfa sig nægilega mikið dag hvern, miðað við opinberar ráðleggingar. Við þurfum að hreyfa okkur til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Þyngd okkar stjórnast af efnaskiptum líkamans og fæðunni sem við innbyrðum. Ef efnaskiptin eru meiri en hitaeiningarnar sem við fáum úr matnum þá grennumst við. Ef hitaeiningarnar eru fleiri en efnaskiptin geta unnið úr þá fitnum við. Efnaskipti líkamans eru tvenns konar: Grunnefnaskipti, sem ráðast af fjölda hitaeininga sem líkaminn nýtir í hvíld, og umframefnaskipti, sem ráðast af því hversu mikið við virkjum vöðva okkar til að nýta súrefni og næringarefni í að búa til orku og hita. Það sem er áhugavert í þessu samhengi er að ef við hreyfum okkur reglulega þá eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólahringa eftir eina æfingu. Það þýðir að við getum innbyrt fleiri hitaeiningar án þess að fitna. Auk þess að geta unnið betur úr fæðunni ef við hreyfum okkur þá líður okkur vel eftir hreyfingu. Líkaminn losar vellíðunar- og verkjastillandi endorfín þegar við hreyfum okkur. Rannsóknir hafa sýnt að endorfín styrkir ónæmiskerfið og þar á meðal drápsfrumur sem eyða veirum og krabbameinsfrumum.Lengra og betra líf Þeir sem hreyfa sig reglulega geta átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Hreyfing gerir líkamann okkar betur í stakk búinn til að takast á við veikindi. Þeir sem hreyfa sig reglulega fá síður lífsstílssjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma og lungnasjúkdóma: Blóðþrýstingur og kólesteról lækkar, hjartað styrkist, lungun þenjast betur út og eiga auðveldara með að metta blóðið af súrefni. Ákveðnar tegundir krabbameina eru einnig fátíðari á meðal þeirra sem hreyfa sig reglulega. Hér er átt við algengustu krabbamein eins og í brjóstum, blöðruhálskirtli, lungum og ristli. Við vitum þó ekki enn hvort hreyfing hafi áhrif á önnur krabbamein því það hefur verið minna rannsakað. Þeir sem hafa greinst með krabbamein og hreyfa sig reglulega fá einnig síður krabbamein að nýju og auka lífslíkur sínar. Krabbamein er ekki lengur dauðadómur eins og það var fyrir nokkrum áratugum. Meirihluti þeirra sem greinist nú með krabbamein læknast eða lifir með sjúkdómnum. Þeir sjúkdómar sem flestir kljást við eru lífsstílssjúkdómar. Nú getum við bólusett gegn skæðustu smitsóttum eða gefið sýklalyf gegn sýklum sem áður felldu heilu fjölskyldurnar. Við getum haft mikil áhrif á okkar eigin lífslíkur og lífsgæði með því að sinna vel frumþörfunum: Fá góðan nætursvefn, borða næringarríkan mat og hreyfa okkur að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum í viku. Nú verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í 23. skipti fimmtudaginn 5. júní (sjá nánar á www.krabb.is). Með þessu hlaupi erum við að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar. Nú er tækifæri til að fjárfesta í eigin heilsu. Hreyfing á að vera jafnmikilvægur hluti af lífi okkar og svefn og næring.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun