Andoxun og langlífi, lygasaga? Teitur Guðmundsson skrifar 13. maí 2014 07:00 Þeir sem hafa fylgst með á sviði heilsu og læknisfræði undanfarin ár, hvað þá þeir sem hafa haft lifibrauð sitt af því að selja þekkingu í formi fæðubótarefna eru að fá vænan rassskell núna gæti maður haldið. Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkamanum myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radíkalar eða sindurefni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu magni og talin eiga að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar. Sérstaklega hefur það verið rætt að þau ýti undir öldrun líkamans auk þess sem þau eigi að hafa neikvæð áhrif á ýmis líffæri og geta í verstu tilfellum leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og hver kyns óværu. Líkami okkar þarfnast súrefnis til að lifa, megintilgangurinn með súrefninu er að ýta undir ákveðin efnahvörf þar sem orkuefnum er breytt í orku og niðurbrotsefnin vatn og koltvísýring. Þannig halda frumur okkar áfram að starfa og líkaminn að virka. Ferlið er afar flókið og koma mjög margir þættir við sögu, en í stuttu máli er þetta það sem gerist. Það er við þessar kringumstæður sem þessi svokölluðu sindurefni verða til.Efast um virknina Þar sem við höfum til nokkuð langs tíma velt vöngum yfir því hvaða atriði það eru sem hafa áhrif á meingerð sjúkdóma, myndun krabbameina, hrörnun og öldrun, hafa þessi efni fengið neikvæða athygli á þann veg að talið hefur verið gott að draga sem mest úr álagi af þeirra völdum. Það sem einna helst er talið valda myndun þeirra er hefðbundin líkamsstarfsemi, mengun, reykingar, geislun, mataræði, áfengisdrykkja, streita og þannig mætti lengi telja. Í grunninn nánast hvað sem við gerum. Til að útskýra á einfaldan hátt hvers vegna sindurefnin ættu að skemma líkamann hefur verið bent á sams konar virkni í tengslum við rotnun matvæla, ryðgaða málma, fölnandi málningu og almenna hrörnun bygginga. Það er auðvelt að átta sig á því að það hljóti að virka eins í líkamanum. Það er á þessum grunni sem kenningin um öldrun af þeirra völdum hefur orðið til og þá einnig hvers vegna það hljóti að vera allra meina bót að taka til sín sem mest af svokölluðum andoxunarefnum í því tilliti að ná einhvers konar jafnvægi eða jafnvel yfirhöndinni. Mjög margt hefur verið sett fram sem andoxunarefni með raunverulega virkni í tilraunaglasi, hægt er að efast um að öll sú virkni sé til staðar eftir að hafa borið á sig krem með slíkum innihaldsefnum eða innbyrt vökva, duft eða pillur sem eiga að sýna sömu virkni.Ruglingsleg fræði Þeir sem eru hvað harðastir telja að best sé að taka til sín andoxunarefni með hefðbundnum mat og eru sumar matvörur sérstaklega öflugar í sinni andoxunarvirkni. Þar má nefna ávexti og grænmeti sem eru ríkir af A-, C- og E-vítamínum. Bláber, jarðarber, hindber, laukur og tómatar sem dæmi eru mjög rík af flavonóíðum. Ekki má gleyma pólýfenólum sem er að finna í ýmsu kryddi eins og negul, karrí, kanil, hnetum og ýmsu fleira. Öll þessi fræði hafa gert mann ruglaðan í raun og neytendur vita hvorki upp né niður hvað þeir eiga að gúffa í sig þá stundina og er í tísku sem „aðal“ andoxarinn. Líklega er jafnvægi lykillinn að öllu þessu sem fyrr.Einn stærsti kollhnís í heimi Það er þó hálfu verra þegar vísindamenn í dag segja að öll þessi fræði séu bara ekki rétt. Sindurefnin hafi ekki þessi vondu áhrif sem okkur hefur verið selt á undanförnum árum. Sindurefnin hjálpi meira að segja til og komi í veg fyrir öldrun! Hvað þá heldur að þau stjórni sjálfstýrðum frumudauða meir en við höfum áður talið, meira að segja í varnarskyni en ekki til að skemma okkur. Við vitum að líkaminn hefur ákveðna möguleika á að drepa eigin frumur til að koma í veg fyrir að þær fjölgi sér líkt og við krabbamein, sjálfsónæmissjúkdóma eða veirusjúkdóma og það er líklega á hverjum degi sem hann er að vinna slíka vinnu á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Mögulega styðja sindurefnin frumurnar fremur en hitt. Svo virðist sem þessir vísindamenn sem birta grein sína í virtasta vísindatímariti á sviði líf- og læknisfræði séu að kollvarpa hugmyndum sem hafa verið lífseigar í mörg ár. Hafi þeir rétt fyrir sér er um að ræða einn stærsta kollhnís í heimi sjúkdómafræði, fæðubótar og heilsuráðlegginga seinni tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa fylgst með á sviði heilsu og læknisfræði undanfarin ár, hvað þá þeir sem hafa haft lifibrauð sitt af því að selja þekkingu í formi fæðubótarefna eru að fá vænan rassskell núna gæti maður haldið. Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkamanum myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radíkalar eða sindurefni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu magni og talin eiga að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar. Sérstaklega hefur það verið rætt að þau ýti undir öldrun líkamans auk þess sem þau eigi að hafa neikvæð áhrif á ýmis líffæri og geta í verstu tilfellum leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og hver kyns óværu. Líkami okkar þarfnast súrefnis til að lifa, megintilgangurinn með súrefninu er að ýta undir ákveðin efnahvörf þar sem orkuefnum er breytt í orku og niðurbrotsefnin vatn og koltvísýring. Þannig halda frumur okkar áfram að starfa og líkaminn að virka. Ferlið er afar flókið og koma mjög margir þættir við sögu, en í stuttu máli er þetta það sem gerist. Það er við þessar kringumstæður sem þessi svokölluðu sindurefni verða til.Efast um virknina Þar sem við höfum til nokkuð langs tíma velt vöngum yfir því hvaða atriði það eru sem hafa áhrif á meingerð sjúkdóma, myndun krabbameina, hrörnun og öldrun, hafa þessi efni fengið neikvæða athygli á þann veg að talið hefur verið gott að draga sem mest úr álagi af þeirra völdum. Það sem einna helst er talið valda myndun þeirra er hefðbundin líkamsstarfsemi, mengun, reykingar, geislun, mataræði, áfengisdrykkja, streita og þannig mætti lengi telja. Í grunninn nánast hvað sem við gerum. Til að útskýra á einfaldan hátt hvers vegna sindurefnin ættu að skemma líkamann hefur verið bent á sams konar virkni í tengslum við rotnun matvæla, ryðgaða málma, fölnandi málningu og almenna hrörnun bygginga. Það er auðvelt að átta sig á því að það hljóti að virka eins í líkamanum. Það er á þessum grunni sem kenningin um öldrun af þeirra völdum hefur orðið til og þá einnig hvers vegna það hljóti að vera allra meina bót að taka til sín sem mest af svokölluðum andoxunarefnum í því tilliti að ná einhvers konar jafnvægi eða jafnvel yfirhöndinni. Mjög margt hefur verið sett fram sem andoxunarefni með raunverulega virkni í tilraunaglasi, hægt er að efast um að öll sú virkni sé til staðar eftir að hafa borið á sig krem með slíkum innihaldsefnum eða innbyrt vökva, duft eða pillur sem eiga að sýna sömu virkni.Ruglingsleg fræði Þeir sem eru hvað harðastir telja að best sé að taka til sín andoxunarefni með hefðbundnum mat og eru sumar matvörur sérstaklega öflugar í sinni andoxunarvirkni. Þar má nefna ávexti og grænmeti sem eru ríkir af A-, C- og E-vítamínum. Bláber, jarðarber, hindber, laukur og tómatar sem dæmi eru mjög rík af flavonóíðum. Ekki má gleyma pólýfenólum sem er að finna í ýmsu kryddi eins og negul, karrí, kanil, hnetum og ýmsu fleira. Öll þessi fræði hafa gert mann ruglaðan í raun og neytendur vita hvorki upp né niður hvað þeir eiga að gúffa í sig þá stundina og er í tísku sem „aðal“ andoxarinn. Líklega er jafnvægi lykillinn að öllu þessu sem fyrr.Einn stærsti kollhnís í heimi Það er þó hálfu verra þegar vísindamenn í dag segja að öll þessi fræði séu bara ekki rétt. Sindurefnin hafi ekki þessi vondu áhrif sem okkur hefur verið selt á undanförnum árum. Sindurefnin hjálpi meira að segja til og komi í veg fyrir öldrun! Hvað þá heldur að þau stjórni sjálfstýrðum frumudauða meir en við höfum áður talið, meira að segja í varnarskyni en ekki til að skemma okkur. Við vitum að líkaminn hefur ákveðna möguleika á að drepa eigin frumur til að koma í veg fyrir að þær fjölgi sér líkt og við krabbamein, sjálfsónæmissjúkdóma eða veirusjúkdóma og það er líklega á hverjum degi sem hann er að vinna slíka vinnu á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Mögulega styðja sindurefnin frumurnar fremur en hitt. Svo virðist sem þessir vísindamenn sem birta grein sína í virtasta vísindatímariti á sviði líf- og læknisfræði séu að kollvarpa hugmyndum sem hafa verið lífseigar í mörg ár. Hafi þeir rétt fyrir sér er um að ræða einn stærsta kollhnís í heimi sjúkdómafræði, fæðubótar og heilsuráðlegginga seinni tíma.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun