Nýtur lífsins fyrir allan peninginn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2014 11:00 Anna Björk Eðvarðsdóttir er matarbloggari og Ungfrú Ísland 1977. Hún segir frammistöðu Pollapönks hafa komið sér skemmtilega á óvart í undankeppninni og vonar að Ísland lendi ofar en í 16. sæti. Myndir/GVA Matarbloggarinn og fegurðardrottningin Anna Björk Eðvarðsdóttir gerir sér alltaf dagamun á Eurovision-kvöldi. „Ég hef trúlega aldrei misst af söngvakeppninni og fer sitt á hvað í Eurovision-partí eða held partí sjálf,“ segir Anna Björk sem hefur í hálft annað ár haldið úti matarblogginu annabjork.is. „Mataráhuginn hefur fylgt mér síðan ég flutti úr foreldrahúsum og þurfti að bjarga mér sjálf. Þá kunni ég ekkert að elda en neyðin kennir nakinni konu að spinna,“ segir Anna Björk sem nýtur þess að prófa sig áfram með nýtt og spennandi hráefni. „Mín uppáhaldsmáltíð að elda er morgunmatur á sunnudögum því fyrir mér eru sunnudagsmorgnar dekurmorgnar. Ég vakna alltaf mjög snemma og finnst notalegt að vera ein í eldhúsinu að matbúa eitthvað gómsætt á meðan aðrir sofa. Síðan skríð ég upp í rúm til mannsins míns með eitthvað huggulegt handa okkur og það er yndislega kósí,“ segir Anna Björk sem bakar croissant, fyllt rúnstykki, eggjakökur, bökur og annað ilmandi ljúfmeti með morgunkaffinu.Fegurst íslenskra kvenna 1977 Anna Björk var valin Ungfrú Ísland árið 1977. „Það litaði líf mitt talsvert fyrsta kastið því þá var í fyrsta sinn sjónvarpað frá fegurðarsamkeppninni. Það hafði mikil áhrif en eftir því sem árin líða fer maður að endurskilgreina sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk í lífinu. Fólk mundi þó lengi eftir mér og enn spyr fólk hvort það þekki mig, sem er bara gaman. Ég hefði síst viljað fara á mis við þessa lífsreynslu því keppnin veitti mér skemmtileg tækifæri á sínum tíma. Ég fór til Japans sem Ungfrú unga kynslóðin 1976 og til Mexíkó í Ungfrú alheim árið 1978 og dvaldi þar í mánuð. Í þá daga var sjaldgæft að óharðnaðir unglingar færu svo langt einir og í svo langan tíma en það var bæði þroskandi og krefjandi.“ Anna Björk er enn geislandi fögur og skrifar það á einskæra lífsgleði. „Mér finnst ofsalega gaman að vera til. Ég lenti í veikindum fyrir tólf árum sem gáfu mér nýtt tækifæri til lífsins og hef reynt að lifa fyrir allan peninginn síðan. Þar skiptir mestu að fást við hluti sem kveikja áhuga og ástríðu en líka að hafa neista í lífinu og setja sjálfan sig stundum í fyrsta sætið. Það er allt í lagi og á endanum græða allir; fjölskyldan, eiginmaðurinn og vinirnir.“ Anna Björk útbjó partírétt sem er sniðinn fyrir fámenn sem fjölmenn veisluhöld. Eftir því sem fjölgar í samkvæminu þarf bara að kaupa stærri ost og meira deig því að uppskriftin er alltaf sú sama. Bakaður Camembert í brauðdeigi með skinku og sultu (fyrir 3-4) 1 stórt pitsudeig (XXL 30x40) 6 skinkusneiðar, skornar í bita 3-4 msk. týtuberjasulta 1 Camembert Birki- og sesamfræ Sulta og hunangHitið ofn í 225°C. Rúllið deiginu út á borð og merkið í það hring, 32 cm í þvermál. Hafið smjörpappír undir deiginu. Klippið út hringinn með hreinum skærum og geymið afskurðinn. Setjið deighringinn á bökunarplötu og dreifið helming skinkunnar á miðjuna (í rúmlega stærð ostsins), ásamt helmingi sultunnar. Setjið ostinn ofan á og svo rest af skinku og sultu ofan á ostinn. Safnið deiginu saman ofan á ostinn og búið til skjóðu sem er klipin efst til að loka. Penslið með vatni og bakið í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er gyllt og stökkt. Penslið afskurðinn með vatni, merkið skurði með hníf og setjið birki- og sesamfræ ofan á. Bakið í ofninum og berið fram með ostinum með auka sultu og hunangi. Verði ykkur að góðu! Eurovision Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Matarbloggarinn og fegurðardrottningin Anna Björk Eðvarðsdóttir gerir sér alltaf dagamun á Eurovision-kvöldi. „Ég hef trúlega aldrei misst af söngvakeppninni og fer sitt á hvað í Eurovision-partí eða held partí sjálf,“ segir Anna Björk sem hefur í hálft annað ár haldið úti matarblogginu annabjork.is. „Mataráhuginn hefur fylgt mér síðan ég flutti úr foreldrahúsum og þurfti að bjarga mér sjálf. Þá kunni ég ekkert að elda en neyðin kennir nakinni konu að spinna,“ segir Anna Björk sem nýtur þess að prófa sig áfram með nýtt og spennandi hráefni. „Mín uppáhaldsmáltíð að elda er morgunmatur á sunnudögum því fyrir mér eru sunnudagsmorgnar dekurmorgnar. Ég vakna alltaf mjög snemma og finnst notalegt að vera ein í eldhúsinu að matbúa eitthvað gómsætt á meðan aðrir sofa. Síðan skríð ég upp í rúm til mannsins míns með eitthvað huggulegt handa okkur og það er yndislega kósí,“ segir Anna Björk sem bakar croissant, fyllt rúnstykki, eggjakökur, bökur og annað ilmandi ljúfmeti með morgunkaffinu.Fegurst íslenskra kvenna 1977 Anna Björk var valin Ungfrú Ísland árið 1977. „Það litaði líf mitt talsvert fyrsta kastið því þá var í fyrsta sinn sjónvarpað frá fegurðarsamkeppninni. Það hafði mikil áhrif en eftir því sem árin líða fer maður að endurskilgreina sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk í lífinu. Fólk mundi þó lengi eftir mér og enn spyr fólk hvort það þekki mig, sem er bara gaman. Ég hefði síst viljað fara á mis við þessa lífsreynslu því keppnin veitti mér skemmtileg tækifæri á sínum tíma. Ég fór til Japans sem Ungfrú unga kynslóðin 1976 og til Mexíkó í Ungfrú alheim árið 1978 og dvaldi þar í mánuð. Í þá daga var sjaldgæft að óharðnaðir unglingar færu svo langt einir og í svo langan tíma en það var bæði þroskandi og krefjandi.“ Anna Björk er enn geislandi fögur og skrifar það á einskæra lífsgleði. „Mér finnst ofsalega gaman að vera til. Ég lenti í veikindum fyrir tólf árum sem gáfu mér nýtt tækifæri til lífsins og hef reynt að lifa fyrir allan peninginn síðan. Þar skiptir mestu að fást við hluti sem kveikja áhuga og ástríðu en líka að hafa neista í lífinu og setja sjálfan sig stundum í fyrsta sætið. Það er allt í lagi og á endanum græða allir; fjölskyldan, eiginmaðurinn og vinirnir.“ Anna Björk útbjó partírétt sem er sniðinn fyrir fámenn sem fjölmenn veisluhöld. Eftir því sem fjölgar í samkvæminu þarf bara að kaupa stærri ost og meira deig því að uppskriftin er alltaf sú sama. Bakaður Camembert í brauðdeigi með skinku og sultu (fyrir 3-4) 1 stórt pitsudeig (XXL 30x40) 6 skinkusneiðar, skornar í bita 3-4 msk. týtuberjasulta 1 Camembert Birki- og sesamfræ Sulta og hunangHitið ofn í 225°C. Rúllið deiginu út á borð og merkið í það hring, 32 cm í þvermál. Hafið smjörpappír undir deiginu. Klippið út hringinn með hreinum skærum og geymið afskurðinn. Setjið deighringinn á bökunarplötu og dreifið helming skinkunnar á miðjuna (í rúmlega stærð ostsins), ásamt helmingi sultunnar. Setjið ostinn ofan á og svo rest af skinku og sultu ofan á ostinn. Safnið deiginu saman ofan á ostinn og búið til skjóðu sem er klipin efst til að loka. Penslið með vatni og bakið í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er gyllt og stökkt. Penslið afskurðinn með vatni, merkið skurði með hníf og setjið birki- og sesamfræ ofan á. Bakið í ofninum og berið fram með ostinum með auka sultu og hunangi. Verði ykkur að góðu!
Eurovision Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning