Skera sig úr í fjöldanum Vera Einarsdóttir skrifar 10. maí 2014 13:00 Í jakkafötunum Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“ Eurovision Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“
Eurovision Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira