Góðar fréttir af fjármálum Dagur B. Eggertsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Það er ekki alltaf sem hlutir eins og ársreikningar vekja bros eða tilfinningar, eins og stolt. En nú er ég bæði ánægður og stoltur. Uppskera erfiðis síðustu ára birtist skýrt í ársuppgjöri borgarinnar fyrir árið 2013, svokölluðum ársreikningi. Afgangur af heildarrekstrinum er jákvæður um 8,4 milljarða króna. Allir hlutar rekstrarins skila jákvæðri niðurstöðu og öll helstu fyrirtæki í eigu borgarinnar. Allar áætlanir standast – og raunar vel það. Það er til marks um trausta fjármálastjórn í öllum einingum. Það segir einnig mikla sögu að aldrei hafa skuldir verið lækkaðar jafn mikið á einu ári í sögu borgarinnar eða um 35 milljarða króna. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari góðu niðurstöðu er björgunaráætlunin í fjármálum Orkuveitunnar, sem kölluð hefur verið Planið. Hún hefur gengið eftir. Það skiptir miklu máli því Orkuveitan þarf að standa undir gríðarstórum afborgunum af lánum. Starfsfólk og stjórnendur eiga heiður skilinn fyrir góðan árangur í erfiðu verkefni. Samanburður á gjaldskrám og sköttum sýnir að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Hér er lægst hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði og lægstar gjaldskrár í leik- og grunnskólum. Það er mjög mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á skuldir borgarsjóðs sem hafi hækkað um 16 milljarða á síðustu þremur árum. Þá líta þeir fram hjá heildarmyndinni og Orkuveitunni. Mikilvægi Orkuveitunnar í heildinni sést þó einmitt vel á því að 12 af þessum 16 milljörðum sem borgarsjóður tók að láni fór í neyðarlán borgarsjóðs til Orkuveitunnar. Þegar heildin er skoðuð hafa skuldir lækkað á hverju ári í tíð núverandi meirihluta. Borgin hefur engu að síður haldið uppi framkvæmdastigi með fjárfestingum frá 2010 og aukið atvinnu með margvíslegum leiðum. Þetta hefur unnið gegn hækkun útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar, skapað vöxt í atvinnulífinu og tekjur fyrir borgarsjóð, þótt þetta stórátak hafi líka kostað. Staðan sem birtist í ársreikningum borgarinnar er uppskera borgarstjórnarmeirihluta sem tók við Orkuveitu Reykjavíkur á hliðinni. Þar var 50 milljarða gat í rekstrinum. Hjá borgarsjóði var 5 milljarða gat staðreynd. Nú eru fjármálin í lagi, gjaldskrár og álögur eru lágar og skuldir lækka. Það er mikilvægt að borginni verði áfram stjórnað af sömu yfirvegun, ábyrgð og festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf sem hlutir eins og ársreikningar vekja bros eða tilfinningar, eins og stolt. En nú er ég bæði ánægður og stoltur. Uppskera erfiðis síðustu ára birtist skýrt í ársuppgjöri borgarinnar fyrir árið 2013, svokölluðum ársreikningi. Afgangur af heildarrekstrinum er jákvæður um 8,4 milljarða króna. Allir hlutar rekstrarins skila jákvæðri niðurstöðu og öll helstu fyrirtæki í eigu borgarinnar. Allar áætlanir standast – og raunar vel það. Það er til marks um trausta fjármálastjórn í öllum einingum. Það segir einnig mikla sögu að aldrei hafa skuldir verið lækkaðar jafn mikið á einu ári í sögu borgarinnar eða um 35 milljarða króna. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari góðu niðurstöðu er björgunaráætlunin í fjármálum Orkuveitunnar, sem kölluð hefur verið Planið. Hún hefur gengið eftir. Það skiptir miklu máli því Orkuveitan þarf að standa undir gríðarstórum afborgunum af lánum. Starfsfólk og stjórnendur eiga heiður skilinn fyrir góðan árangur í erfiðu verkefni. Samanburður á gjaldskrám og sköttum sýnir að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Hér er lægst hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði og lægstar gjaldskrár í leik- og grunnskólum. Það er mjög mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á skuldir borgarsjóðs sem hafi hækkað um 16 milljarða á síðustu þremur árum. Þá líta þeir fram hjá heildarmyndinni og Orkuveitunni. Mikilvægi Orkuveitunnar í heildinni sést þó einmitt vel á því að 12 af þessum 16 milljörðum sem borgarsjóður tók að láni fór í neyðarlán borgarsjóðs til Orkuveitunnar. Þegar heildin er skoðuð hafa skuldir lækkað á hverju ári í tíð núverandi meirihluta. Borgin hefur engu að síður haldið uppi framkvæmdastigi með fjárfestingum frá 2010 og aukið atvinnu með margvíslegum leiðum. Þetta hefur unnið gegn hækkun útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar, skapað vöxt í atvinnulífinu og tekjur fyrir borgarsjóð, þótt þetta stórátak hafi líka kostað. Staðan sem birtist í ársreikningum borgarinnar er uppskera borgarstjórnarmeirihluta sem tók við Orkuveitu Reykjavíkur á hliðinni. Þar var 50 milljarða gat í rekstrinum. Hjá borgarsjóði var 5 milljarða gat staðreynd. Nú eru fjármálin í lagi, gjaldskrár og álögur eru lágar og skuldir lækka. Það er mikilvægt að borginni verði áfram stjórnað af sömu yfirvegun, ábyrgð og festu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun