Krakkarnir sendir á mölina í Kópavogi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, sést hér í gær í góðum hópi krakka sem æfa með Breiðabliki. Vísir/Daníel Ástandið á grasvöllum Kópavogsbæjar er svo slæmt að yngri flokkar Breiðabliks fá ekki að aðgang að þeim fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Blikar hafa haft aðgang að sex heilum knattspyrnuvöllum á Sala-, Fífuhvamms- og Smárahvammsvelli en Daði segir að þeir séu ónothæfir vegna mikilla kalskemmda. „Þangað til verðum við í Fífunni, á gervigrasinu í Fagralundi og malarvellinum í Vallargerði.“ Daði segir að síðast hafi verið æft og spilað á mölinni í Vallargerði árið 2005. „Völlurinn hefur verið notaður sem markageymsla síðustu ár en verður nú slóðadreginn og búinn undir notkun.“ Hann segir marga með nostalgíuglampa í augunum enda margir sem minnast þess að hafa æft knattspyrnu á möl í æsku. Það hefur hins vegar verið fáheyrt undanfarin ár.Vísir/Daníel Þurfa fleiri gervigrasvelli „Persónulega finnst mér þetta afturför og sýnir að við þurfum að fá fleiri gervigrasvelli hér á landi,“ segir Daði en gervigrasvæðing hefur verið afar umdeilt málefni meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Margir eru þeirra skoðunar að knattspyrna skuli spiluð á náttúrulegu grasi. „Afstaðan gagnvart gervigrasinu verður að mildast og hún hefur verið að gera það. Flestir í Breiðabliki gera sér grein fyrir því að þetta er framtíðin enda nýtingin margföld. Grasið síðasta sumar nýttist bara í einn til tvo mánuði á mörgum stöðum og ekki er ástandið betra nú,“ segir Daði og bætir við að samkvæmt fyrstu drögum að æfingaáætlun geri hann ráð fyrir að allflestir yngri flokkar æfi minnst einu sinni í viku í Vallargerði í júní.Vísir/Daníel Taka þátt í fimmta hverjum leik Knattspyrnudeild Breiðabliks er gríðarlega fjölmenn en Daði hefur fengið þær upplýsingar frá KSÍ að Breiðablik spili á bilinu 1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé um tuttugu prósent allra leikja sem KSÍ stendur fyrir. „Breiðablik býr við mjög góða aðstöðu og því er einkennilegt að þurfa að kvarta undan aðstöðuleysi. En þetta er sá veruleiki sem við búum við.“ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið eigi í vandræðum. „Við erum með stærstu knattspyrnudeild landsins og með gríðarlegan fjölda iðkenda í yngri flokkum. Vallarsvæðin koma mjög illa undan vetri og við vitum ekki hvar við eigum að æfa. Sú hugmynd kom upp að fara á mölina og sá möguleiki stendur til boða,“ segir Eysteinn. „Bæjaryfirvöld og þeir sem standa að íþróttamálum þurfa að átta sig á umfangi knattspyrnudeildarinnar og þeim vandræðum sem hún stendur nú frammi fyrir,“ bætir hann við.Vísir/DaníelVísir/Daníel Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Ástandið á grasvöllum Kópavogsbæjar er svo slæmt að yngri flokkar Breiðabliks fá ekki að aðgang að þeim fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Þetta segir Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki. Blikar hafa haft aðgang að sex heilum knattspyrnuvöllum á Sala-, Fífuhvamms- og Smárahvammsvelli en Daði segir að þeir séu ónothæfir vegna mikilla kalskemmda. „Þangað til verðum við í Fífunni, á gervigrasinu í Fagralundi og malarvellinum í Vallargerði.“ Daði segir að síðast hafi verið æft og spilað á mölinni í Vallargerði árið 2005. „Völlurinn hefur verið notaður sem markageymsla síðustu ár en verður nú slóðadreginn og búinn undir notkun.“ Hann segir marga með nostalgíuglampa í augunum enda margir sem minnast þess að hafa æft knattspyrnu á möl í æsku. Það hefur hins vegar verið fáheyrt undanfarin ár.Vísir/Daníel Þurfa fleiri gervigrasvelli „Persónulega finnst mér þetta afturför og sýnir að við þurfum að fá fleiri gervigrasvelli hér á landi,“ segir Daði en gervigrasvæðing hefur verið afar umdeilt málefni meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Margir eru þeirra skoðunar að knattspyrna skuli spiluð á náttúrulegu grasi. „Afstaðan gagnvart gervigrasinu verður að mildast og hún hefur verið að gera það. Flestir í Breiðabliki gera sér grein fyrir því að þetta er framtíðin enda nýtingin margföld. Grasið síðasta sumar nýttist bara í einn til tvo mánuði á mörgum stöðum og ekki er ástandið betra nú,“ segir Daði og bætir við að samkvæmt fyrstu drögum að æfingaáætlun geri hann ráð fyrir að allflestir yngri flokkar æfi minnst einu sinni í viku í Vallargerði í júní.Vísir/Daníel Taka þátt í fimmta hverjum leik Knattspyrnudeild Breiðabliks er gríðarlega fjölmenn en Daði hefur fengið þær upplýsingar frá KSÍ að Breiðablik spili á bilinu 1.000-1.200 leiki ár hvert. Það sé um tuttugu prósent allra leikja sem KSÍ stendur fyrir. „Breiðablik býr við mjög góða aðstöðu og því er einkennilegt að þurfa að kvarta undan aðstöðuleysi. En þetta er sá veruleiki sem við búum við.“ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að félagið eigi í vandræðum. „Við erum með stærstu knattspyrnudeild landsins og með gríðarlegan fjölda iðkenda í yngri flokkum. Vallarsvæðin koma mjög illa undan vetri og við vitum ekki hvar við eigum að æfa. Sú hugmynd kom upp að fara á mölina og sá möguleiki stendur til boða,“ segir Eysteinn. „Bæjaryfirvöld og þeir sem standa að íþróttamálum þurfa að átta sig á umfangi knattspyrnudeildarinnar og þeim vandræðum sem hún stendur nú frammi fyrir,“ bætir hann við.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu. 8. maí 2014 07:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti