Almenn sátt um óbreytt ástand Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. apríl 2014 10:00 Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun