Almenn sátt um óbreytt ástand Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. apríl 2014 10:00 Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar