Vegna þingsályktunartillögu um mænuskaða Auður Guðjónsdóttir skrifar 23. apríl 2014 07:00 Nú bíður afgreiðslu Alþingis þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Tillagan var borin fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og var studd af tuttugu öðrum þingmönnum. Í tillögunni felast tvö megin atriði. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin stuðli að því að stofnaður verði hvatningarsjóður undir merkjum Íslands sem veiti viðurkenningar fyrir vísindavinnu sem gagnast má sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Í öðru lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að einu af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 verði beint að lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu. Bæði atriðin sem hér eru nefnd eru metnaðarfull og framsýn og í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem stjórnvöld og Mænuskaðastofnun Íslands hafa nú þegar innt saman af hendi á alþjóðavettvangi.Að lifa með reisn Undanfarin misseri hefur Ban Ki moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sent þau boð til þjóða heims að hver og ein þeirra komi með hugmyndir að nýjum þróunarmarkmiðum undir því fororði að allar manneskjur eigi rétt á að lifa með reisn. Fátt er betur til þess fallið að ræna fólk reisn sinni en það að hafa ekki stjórn á líkama sínum eða huga. Áhersla á lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu er því grundvallaratriði sem á fullt erindi sem eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015 til 2030. Fimmtán ár ættu að nægja stofnuninni til að hleypa af stokkunum átaki til stuðnings alþjóðlegu taugavísindasviði til betri skilnings á virkni taugakerfisins. Greinarhöfundur biður alþingismenn og forseta Alþingis vinsamlegast um að afgreiða umrædda þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi og ríkisstjórnina að koma innihaldi hennar fljótt og vel í þann farveg sem hér er talað um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Nú bíður afgreiðslu Alþingis þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Tillagan var borin fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og var studd af tuttugu öðrum þingmönnum. Í tillögunni felast tvö megin atriði. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin stuðli að því að stofnaður verði hvatningarsjóður undir merkjum Íslands sem veiti viðurkenningar fyrir vísindavinnu sem gagnast má sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Í öðru lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að einu af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 verði beint að lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu. Bæði atriðin sem hér eru nefnd eru metnaðarfull og framsýn og í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem stjórnvöld og Mænuskaðastofnun Íslands hafa nú þegar innt saman af hendi á alþjóðavettvangi.Að lifa með reisn Undanfarin misseri hefur Ban Ki moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sent þau boð til þjóða heims að hver og ein þeirra komi með hugmyndir að nýjum þróunarmarkmiðum undir því fororði að allar manneskjur eigi rétt á að lifa með reisn. Fátt er betur til þess fallið að ræna fólk reisn sinni en það að hafa ekki stjórn á líkama sínum eða huga. Áhersla á lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu er því grundvallaratriði sem á fullt erindi sem eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015 til 2030. Fimmtán ár ættu að nægja stofnuninni til að hleypa af stokkunum átaki til stuðnings alþjóðlegu taugavísindasviði til betri skilnings á virkni taugakerfisins. Greinarhöfundur biður alþingismenn og forseta Alþingis vinsamlegast um að afgreiða umrædda þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi og ríkisstjórnina að koma innihaldi hennar fljótt og vel í þann farveg sem hér er talað um.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar