Hvað hefur breyst? Andrés Pétursson skrifar 12. mars 2014 07:00 Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun