Það þýðir ekki Ingólfur Sverrisson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Hefðu forystumenn þjóðarinnar haft ofangreinda fyrirsögn að leiðarljósi þegar ákveðið var að hefja baráttu fyrir því að færa landhelgina út hefði lítið þokast og engir sigrar unnist. Þeir vissu fyrirfram að stormurinn yrði í fangið og voldugar þjóðir myndu leggjast gegn þessum áformum af miklu afli. Sú varð líka raunin, en samt sem áður náðum við takmarkinu og fiskveiðilögsagan var færð út í áföngum. Engum Íslendingi datt þá í hug að draga kjark úr þeim sem stóðu í stafni í þeirri baráttu og klifa á að þetta brölt þýddi ekki og því eins gott að hafast ekki að. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa; hann var ekki einasta sá að við Íslendingar náðum að færa landhelgina út í 200 mílur heldur varð sú regla viðurkennd meðal annarra þjóða og er nú alþjóðleg. Barátta á fjarlægari svæðum Sem betur fór var heldur ekkert hik á Eyjólfi K. Jónssyni (Eykon) þegar hann hóf baráttu fyrir því að tryggja hlut Íslands á landgrunni Jan Mayen og á Rockall-svæðinu. Hann hlustaði ekki á þegar hvíslað var eða hrópað: „Þetta þýðir ekki.“ Þvert á móti hertist hann og aðrir sem að málinu komu fyrir Íslands hönd enn frekar við slíkar úrtölur. Afrakstur þessarar baráttu sér nú m.a. stað í rétti okkar á landgrunni Jan Mayen. Samningurinn um EES Þegar Ísland var að undirbúa aðild sína að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) voru ófáir sem töldu að ekki þýddi neitt að „gá í þann pakka“ eins og oft er sagt í dag. Þar gætum við engu um þokað til að treysta okkar hagsmuni; annaðhvort væri að samþykkja allt sem kæmi fram í fyrstu lotu frá Brussel eða við yrðum niðurlægð og sætum uppi með vondan samning. Þrátt fyrir þessi viðhorf var látið reyna á málið af þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Lagðar voru fram kröfur sem Ísland vildi að kæmu fram í endanlegu samkomulagi. Eftir mikla baráttu sá samningur dagsins ljós sem var töluvert hagstæðari Íslendingum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Árangur sem ekki hefði náðst nema með því að láta á reyna. Lang flestir mæra nú þennan samning og jafnvel þeir sem lögðust gegn honum á sínum tíma í svartsýni sinni. Þrátt fyrir þessa ágætu reynslu er nú gamli svartsýnissteinninn klappaður sem aldrei fyrr. Hvar er nú hugprýðin? Um þessar mundir er þeirri kenningu haldið mjög á lofti að lítið þýði að vinna að samningi um aðild Íslands að ESB; ekki taki því að gá í þann „pakka,“ því við munum aðeins sjá einhliða vilja frá Brussel um upptöku auðlinda okkar og annan yfirgang. Okkur verði þá aðeins ætlað að skrifa undir það sem ESB setur fram enda væru allar undanþágur og sérlausnir í besta falli til bráðabirgða. Okkur sé því fyrir bestu að gefast upp fyrirfram og láta ekki reyna á hlutina með því að klára samning eins og við höfum áður gert að hætti fullvalda þjóða með góðum árangri. Síðan yrði hann lagður fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu. Gott fordæmi Sú deiga afstaða sem stjórnvöld boða nú er óravegu frá þeirri festu og því sjálfsöryggi sem einkenndi baráttu Íslendinga í þeim málum sem drepið er á hér að framan. Sambland minnimáttarkenndar (við erum svo lítil og smá) og drambs (við stöndum betur en aðrar þjóðir) hefur aldrei fleytt okkur áfram í samskiptum við aðrar þjóðir. Hitt er sönnu nær að árangur okkar hingað til hefur byggst á sjálfstrausti, góðum undirbúningi og málafylgju þar sem traustir málsvarar okkar komu fram af reisn og myndugleik. Nægir þar að minna á hina eftirminnilegu framgöngu Hans G. Andersen í baráttunni fyrir landhelginni; hún ætti að vera núverandi stjórnvöldum til eftirbreytni þegar þau virðist skorta kjark til að standa í lappirnar og fylgja okkar málstað eftir af festu og myndugleik. Að kasta frá sér tækifæri Fátt er snautlegra í samskiptum fullvalda þjóða en að gefa sér fyrirfram að ekkert þýði að vinna að formlegri samvinnu þeirra á milli um málefni sem árangursríkara er að vinna saman að. Reynslan sýnir að slíkt samstarf ber mun ríkulegri ávöxt á mörgum sviðum frekar en að þær potist hver í sínu horni og reisi múra á öllum sviðum. Því er í meira lagi óvarlegt að kasta frá sér tækifærinu til að ljúka samningum við ESB en gefa sig þess í stað óvissunni á vald eins og hún sé ekki næg fyrir. Slík framganga er alltént ekki í anda þeirra forystumanna íslenskra stjórnmálaflokka sem á síðustu öld höfðu forystu í samskiptum við aðrar þjóðir. Það á ekki síst við um þá sem lögðu hart að sér við að efla vestræna samvinnu til þess að auka öryggi þjóðarinnar og tryggja hagsæld landsmanna. Hvað myndu þessir stjórnmálamenn segja ef þeir mættu nú til leiks? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Hefðu forystumenn þjóðarinnar haft ofangreinda fyrirsögn að leiðarljósi þegar ákveðið var að hefja baráttu fyrir því að færa landhelgina út hefði lítið þokast og engir sigrar unnist. Þeir vissu fyrirfram að stormurinn yrði í fangið og voldugar þjóðir myndu leggjast gegn þessum áformum af miklu afli. Sú varð líka raunin, en samt sem áður náðum við takmarkinu og fiskveiðilögsagan var færð út í áföngum. Engum Íslendingi datt þá í hug að draga kjark úr þeim sem stóðu í stafni í þeirri baráttu og klifa á að þetta brölt þýddi ekki og því eins gott að hafast ekki að. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa; hann var ekki einasta sá að við Íslendingar náðum að færa landhelgina út í 200 mílur heldur varð sú regla viðurkennd meðal annarra þjóða og er nú alþjóðleg. Barátta á fjarlægari svæðum Sem betur fór var heldur ekkert hik á Eyjólfi K. Jónssyni (Eykon) þegar hann hóf baráttu fyrir því að tryggja hlut Íslands á landgrunni Jan Mayen og á Rockall-svæðinu. Hann hlustaði ekki á þegar hvíslað var eða hrópað: „Þetta þýðir ekki.“ Þvert á móti hertist hann og aðrir sem að málinu komu fyrir Íslands hönd enn frekar við slíkar úrtölur. Afrakstur þessarar baráttu sér nú m.a. stað í rétti okkar á landgrunni Jan Mayen. Samningurinn um EES Þegar Ísland var að undirbúa aðild sína að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) voru ófáir sem töldu að ekki þýddi neitt að „gá í þann pakka“ eins og oft er sagt í dag. Þar gætum við engu um þokað til að treysta okkar hagsmuni; annaðhvort væri að samþykkja allt sem kæmi fram í fyrstu lotu frá Brussel eða við yrðum niðurlægð og sætum uppi með vondan samning. Þrátt fyrir þessi viðhorf var látið reyna á málið af þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Lagðar voru fram kröfur sem Ísland vildi að kæmu fram í endanlegu samkomulagi. Eftir mikla baráttu sá samningur dagsins ljós sem var töluvert hagstæðari Íslendingum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Árangur sem ekki hefði náðst nema með því að láta á reyna. Lang flestir mæra nú þennan samning og jafnvel þeir sem lögðust gegn honum á sínum tíma í svartsýni sinni. Þrátt fyrir þessa ágætu reynslu er nú gamli svartsýnissteinninn klappaður sem aldrei fyrr. Hvar er nú hugprýðin? Um þessar mundir er þeirri kenningu haldið mjög á lofti að lítið þýði að vinna að samningi um aðild Íslands að ESB; ekki taki því að gá í þann „pakka,“ því við munum aðeins sjá einhliða vilja frá Brussel um upptöku auðlinda okkar og annan yfirgang. Okkur verði þá aðeins ætlað að skrifa undir það sem ESB setur fram enda væru allar undanþágur og sérlausnir í besta falli til bráðabirgða. Okkur sé því fyrir bestu að gefast upp fyrirfram og láta ekki reyna á hlutina með því að klára samning eins og við höfum áður gert að hætti fullvalda þjóða með góðum árangri. Síðan yrði hann lagður fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu. Gott fordæmi Sú deiga afstaða sem stjórnvöld boða nú er óravegu frá þeirri festu og því sjálfsöryggi sem einkenndi baráttu Íslendinga í þeim málum sem drepið er á hér að framan. Sambland minnimáttarkenndar (við erum svo lítil og smá) og drambs (við stöndum betur en aðrar þjóðir) hefur aldrei fleytt okkur áfram í samskiptum við aðrar þjóðir. Hitt er sönnu nær að árangur okkar hingað til hefur byggst á sjálfstrausti, góðum undirbúningi og málafylgju þar sem traustir málsvarar okkar komu fram af reisn og myndugleik. Nægir þar að minna á hina eftirminnilegu framgöngu Hans G. Andersen í baráttunni fyrir landhelginni; hún ætti að vera núverandi stjórnvöldum til eftirbreytni þegar þau virðist skorta kjark til að standa í lappirnar og fylgja okkar málstað eftir af festu og myndugleik. Að kasta frá sér tækifæri Fátt er snautlegra í samskiptum fullvalda þjóða en að gefa sér fyrirfram að ekkert þýði að vinna að formlegri samvinnu þeirra á milli um málefni sem árangursríkara er að vinna saman að. Reynslan sýnir að slíkt samstarf ber mun ríkulegri ávöxt á mörgum sviðum frekar en að þær potist hver í sínu horni og reisi múra á öllum sviðum. Því er í meira lagi óvarlegt að kasta frá sér tækifærinu til að ljúka samningum við ESB en gefa sig þess í stað óvissunni á vald eins og hún sé ekki næg fyrir. Slík framganga er alltént ekki í anda þeirra forystumanna íslenskra stjórnmálaflokka sem á síðustu öld höfðu forystu í samskiptum við aðrar þjóðir. Það á ekki síst við um þá sem lögðu hart að sér við að efla vestræna samvinnu til þess að auka öryggi þjóðarinnar og tryggja hagsæld landsmanna. Hvað myndu þessir stjórnmálamenn segja ef þeir mættu nú til leiks?
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun