Það þýðir ekki Ingólfur Sverrisson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Hefðu forystumenn þjóðarinnar haft ofangreinda fyrirsögn að leiðarljósi þegar ákveðið var að hefja baráttu fyrir því að færa landhelgina út hefði lítið þokast og engir sigrar unnist. Þeir vissu fyrirfram að stormurinn yrði í fangið og voldugar þjóðir myndu leggjast gegn þessum áformum af miklu afli. Sú varð líka raunin, en samt sem áður náðum við takmarkinu og fiskveiðilögsagan var færð út í áföngum. Engum Íslendingi datt þá í hug að draga kjark úr þeim sem stóðu í stafni í þeirri baráttu og klifa á að þetta brölt þýddi ekki og því eins gott að hafast ekki að. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa; hann var ekki einasta sá að við Íslendingar náðum að færa landhelgina út í 200 mílur heldur varð sú regla viðurkennd meðal annarra þjóða og er nú alþjóðleg. Barátta á fjarlægari svæðum Sem betur fór var heldur ekkert hik á Eyjólfi K. Jónssyni (Eykon) þegar hann hóf baráttu fyrir því að tryggja hlut Íslands á landgrunni Jan Mayen og á Rockall-svæðinu. Hann hlustaði ekki á þegar hvíslað var eða hrópað: „Þetta þýðir ekki.“ Þvert á móti hertist hann og aðrir sem að málinu komu fyrir Íslands hönd enn frekar við slíkar úrtölur. Afrakstur þessarar baráttu sér nú m.a. stað í rétti okkar á landgrunni Jan Mayen. Samningurinn um EES Þegar Ísland var að undirbúa aðild sína að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) voru ófáir sem töldu að ekki þýddi neitt að „gá í þann pakka“ eins og oft er sagt í dag. Þar gætum við engu um þokað til að treysta okkar hagsmuni; annaðhvort væri að samþykkja allt sem kæmi fram í fyrstu lotu frá Brussel eða við yrðum niðurlægð og sætum uppi með vondan samning. Þrátt fyrir þessi viðhorf var látið reyna á málið af þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Lagðar voru fram kröfur sem Ísland vildi að kæmu fram í endanlegu samkomulagi. Eftir mikla baráttu sá samningur dagsins ljós sem var töluvert hagstæðari Íslendingum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Árangur sem ekki hefði náðst nema með því að láta á reyna. Lang flestir mæra nú þennan samning og jafnvel þeir sem lögðust gegn honum á sínum tíma í svartsýni sinni. Þrátt fyrir þessa ágætu reynslu er nú gamli svartsýnissteinninn klappaður sem aldrei fyrr. Hvar er nú hugprýðin? Um þessar mundir er þeirri kenningu haldið mjög á lofti að lítið þýði að vinna að samningi um aðild Íslands að ESB; ekki taki því að gá í þann „pakka,“ því við munum aðeins sjá einhliða vilja frá Brussel um upptöku auðlinda okkar og annan yfirgang. Okkur verði þá aðeins ætlað að skrifa undir það sem ESB setur fram enda væru allar undanþágur og sérlausnir í besta falli til bráðabirgða. Okkur sé því fyrir bestu að gefast upp fyrirfram og láta ekki reyna á hlutina með því að klára samning eins og við höfum áður gert að hætti fullvalda þjóða með góðum árangri. Síðan yrði hann lagður fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu. Gott fordæmi Sú deiga afstaða sem stjórnvöld boða nú er óravegu frá þeirri festu og því sjálfsöryggi sem einkenndi baráttu Íslendinga í þeim málum sem drepið er á hér að framan. Sambland minnimáttarkenndar (við erum svo lítil og smá) og drambs (við stöndum betur en aðrar þjóðir) hefur aldrei fleytt okkur áfram í samskiptum við aðrar þjóðir. Hitt er sönnu nær að árangur okkar hingað til hefur byggst á sjálfstrausti, góðum undirbúningi og málafylgju þar sem traustir málsvarar okkar komu fram af reisn og myndugleik. Nægir þar að minna á hina eftirminnilegu framgöngu Hans G. Andersen í baráttunni fyrir landhelginni; hún ætti að vera núverandi stjórnvöldum til eftirbreytni þegar þau virðist skorta kjark til að standa í lappirnar og fylgja okkar málstað eftir af festu og myndugleik. Að kasta frá sér tækifæri Fátt er snautlegra í samskiptum fullvalda þjóða en að gefa sér fyrirfram að ekkert þýði að vinna að formlegri samvinnu þeirra á milli um málefni sem árangursríkara er að vinna saman að. Reynslan sýnir að slíkt samstarf ber mun ríkulegri ávöxt á mörgum sviðum frekar en að þær potist hver í sínu horni og reisi múra á öllum sviðum. Því er í meira lagi óvarlegt að kasta frá sér tækifærinu til að ljúka samningum við ESB en gefa sig þess í stað óvissunni á vald eins og hún sé ekki næg fyrir. Slík framganga er alltént ekki í anda þeirra forystumanna íslenskra stjórnmálaflokka sem á síðustu öld höfðu forystu í samskiptum við aðrar þjóðir. Það á ekki síst við um þá sem lögðu hart að sér við að efla vestræna samvinnu til þess að auka öryggi þjóðarinnar og tryggja hagsæld landsmanna. Hvað myndu þessir stjórnmálamenn segja ef þeir mættu nú til leiks? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Hefðu forystumenn þjóðarinnar haft ofangreinda fyrirsögn að leiðarljósi þegar ákveðið var að hefja baráttu fyrir því að færa landhelgina út hefði lítið þokast og engir sigrar unnist. Þeir vissu fyrirfram að stormurinn yrði í fangið og voldugar þjóðir myndu leggjast gegn þessum áformum af miklu afli. Sú varð líka raunin, en samt sem áður náðum við takmarkinu og fiskveiðilögsagan var færð út í áföngum. Engum Íslendingi datt þá í hug að draga kjark úr þeim sem stóðu í stafni í þeirri baráttu og klifa á að þetta brölt þýddi ekki og því eins gott að hafast ekki að. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa; hann var ekki einasta sá að við Íslendingar náðum að færa landhelgina út í 200 mílur heldur varð sú regla viðurkennd meðal annarra þjóða og er nú alþjóðleg. Barátta á fjarlægari svæðum Sem betur fór var heldur ekkert hik á Eyjólfi K. Jónssyni (Eykon) þegar hann hóf baráttu fyrir því að tryggja hlut Íslands á landgrunni Jan Mayen og á Rockall-svæðinu. Hann hlustaði ekki á þegar hvíslað var eða hrópað: „Þetta þýðir ekki.“ Þvert á móti hertist hann og aðrir sem að málinu komu fyrir Íslands hönd enn frekar við slíkar úrtölur. Afrakstur þessarar baráttu sér nú m.a. stað í rétti okkar á landgrunni Jan Mayen. Samningurinn um EES Þegar Ísland var að undirbúa aðild sína að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) voru ófáir sem töldu að ekki þýddi neitt að „gá í þann pakka“ eins og oft er sagt í dag. Þar gætum við engu um þokað til að treysta okkar hagsmuni; annaðhvort væri að samþykkja allt sem kæmi fram í fyrstu lotu frá Brussel eða við yrðum niðurlægð og sætum uppi með vondan samning. Þrátt fyrir þessi viðhorf var látið reyna á málið af þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Lagðar voru fram kröfur sem Ísland vildi að kæmu fram í endanlegu samkomulagi. Eftir mikla baráttu sá samningur dagsins ljós sem var töluvert hagstæðari Íslendingum en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Árangur sem ekki hefði náðst nema með því að láta á reyna. Lang flestir mæra nú þennan samning og jafnvel þeir sem lögðust gegn honum á sínum tíma í svartsýni sinni. Þrátt fyrir þessa ágætu reynslu er nú gamli svartsýnissteinninn klappaður sem aldrei fyrr. Hvar er nú hugprýðin? Um þessar mundir er þeirri kenningu haldið mjög á lofti að lítið þýði að vinna að samningi um aðild Íslands að ESB; ekki taki því að gá í þann „pakka,“ því við munum aðeins sjá einhliða vilja frá Brussel um upptöku auðlinda okkar og annan yfirgang. Okkur verði þá aðeins ætlað að skrifa undir það sem ESB setur fram enda væru allar undanþágur og sérlausnir í besta falli til bráðabirgða. Okkur sé því fyrir bestu að gefast upp fyrirfram og láta ekki reyna á hlutina með því að klára samning eins og við höfum áður gert að hætti fullvalda þjóða með góðum árangri. Síðan yrði hann lagður fyrir þjóðina til endanlegrar afgreiðslu. Gott fordæmi Sú deiga afstaða sem stjórnvöld boða nú er óravegu frá þeirri festu og því sjálfsöryggi sem einkenndi baráttu Íslendinga í þeim málum sem drepið er á hér að framan. Sambland minnimáttarkenndar (við erum svo lítil og smá) og drambs (við stöndum betur en aðrar þjóðir) hefur aldrei fleytt okkur áfram í samskiptum við aðrar þjóðir. Hitt er sönnu nær að árangur okkar hingað til hefur byggst á sjálfstrausti, góðum undirbúningi og málafylgju þar sem traustir málsvarar okkar komu fram af reisn og myndugleik. Nægir þar að minna á hina eftirminnilegu framgöngu Hans G. Andersen í baráttunni fyrir landhelginni; hún ætti að vera núverandi stjórnvöldum til eftirbreytni þegar þau virðist skorta kjark til að standa í lappirnar og fylgja okkar málstað eftir af festu og myndugleik. Að kasta frá sér tækifæri Fátt er snautlegra í samskiptum fullvalda þjóða en að gefa sér fyrirfram að ekkert þýði að vinna að formlegri samvinnu þeirra á milli um málefni sem árangursríkara er að vinna saman að. Reynslan sýnir að slíkt samstarf ber mun ríkulegri ávöxt á mörgum sviðum frekar en að þær potist hver í sínu horni og reisi múra á öllum sviðum. Því er í meira lagi óvarlegt að kasta frá sér tækifærinu til að ljúka samningum við ESB en gefa sig þess í stað óvissunni á vald eins og hún sé ekki næg fyrir. Slík framganga er alltént ekki í anda þeirra forystumanna íslenskra stjórnmálaflokka sem á síðustu öld höfðu forystu í samskiptum við aðrar þjóðir. Það á ekki síst við um þá sem lögðu hart að sér við að efla vestræna samvinnu til þess að auka öryggi þjóðarinnar og tryggja hagsæld landsmanna. Hvað myndu þessir stjórnmálamenn segja ef þeir mættu nú til leiks?
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar