Lífið í ESB er ostur fyrir ost Guðni Ágústsson skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Evrópusambandið er sjálfu sér samkvæmt í allri tollaumræðu. Það er líka alþjóðastofnunin WTO, ekkert er gefið eftir hvað tollkvóta og markaðsaðgang varðar. Lífið á þessum stöðum er kaup kaups, vara fyrir vöru. Og að auki hefur ekkert gerst hjá WTO í tíu ár hvað viðskipti með landbúnaðarafurðir varðar. Það hentar ekki stóru þjóðunum. Enn lifir setning gamla Bush forseta, það verður ekki samið í GATT nema það sé hagstætt fyrir bandaríska bændur. Nú telur verslunin hér að ríkisstjórnin eigi að heimila innflutning á öllu sem ekki er framleitt í landinu. Hagar sækja um að flytja inn án innflutningstolla geita-, ær- og bufflaosta, þeir séu ekki framleiddir hér þótt þeir séu fáir sem eru að biðja um þessa osta. Á sama tíma sækir mjólkuriðnaðurinn um að stækka skyrkvóta sinn í ESB úr 380 tonnum í 4.000 tonn. ESB segir nei, við viljum osta til Íslands án tolla í staðinn. Ekkert er gefið eftir, þó eru Evrópubúar vitlausir í að kaupa íslenskt skyr og eftirspurnin mikil í nokkrum löndum eftir þessari hollustuvöru.Ekkert gefið eftir hjá ESB Þegar ég sem landbúnaðarráðherra samdi um það við ESB að fella burtu alla tolla af íslenska hestinum, beggja hagur, lifandi dýr tómstundagaman fólksins, varð ESB að fá að flytja inn bæði kjöt og osta á lækkuðum tollum og garðplöntur í staðinn. Þannig og aðeins þannig náðist þetta hagsmunamál fram og málið snerist ekki um kjöt þótt hrossakjöt sé vinsælt þar eins og hér. Það er því ekkert einfalt til í þessum viðskiptum og ekkert gefið eftir ESB-megin, þeir eru harðir í horn að taka. Í ESB er fimm hundruð milljóna manna markaður en á Íslandi þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Fjögur þúsund tonn af skyri eru sletta fyrir þá en þeir vilja fá sitt í staðinn og ekki miða það við magn per mann eða maga. Þótt við ættum osta úr álfakúm sem ekki væru til þar myndu ESB og WTO hrista höfuðið og segja nei, vara kemur fyrir vöru, þetta eru viðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið er sjálfu sér samkvæmt í allri tollaumræðu. Það er líka alþjóðastofnunin WTO, ekkert er gefið eftir hvað tollkvóta og markaðsaðgang varðar. Lífið á þessum stöðum er kaup kaups, vara fyrir vöru. Og að auki hefur ekkert gerst hjá WTO í tíu ár hvað viðskipti með landbúnaðarafurðir varðar. Það hentar ekki stóru þjóðunum. Enn lifir setning gamla Bush forseta, það verður ekki samið í GATT nema það sé hagstætt fyrir bandaríska bændur. Nú telur verslunin hér að ríkisstjórnin eigi að heimila innflutning á öllu sem ekki er framleitt í landinu. Hagar sækja um að flytja inn án innflutningstolla geita-, ær- og bufflaosta, þeir séu ekki framleiddir hér þótt þeir séu fáir sem eru að biðja um þessa osta. Á sama tíma sækir mjólkuriðnaðurinn um að stækka skyrkvóta sinn í ESB úr 380 tonnum í 4.000 tonn. ESB segir nei, við viljum osta til Íslands án tolla í staðinn. Ekkert er gefið eftir, þó eru Evrópubúar vitlausir í að kaupa íslenskt skyr og eftirspurnin mikil í nokkrum löndum eftir þessari hollustuvöru.Ekkert gefið eftir hjá ESB Þegar ég sem landbúnaðarráðherra samdi um það við ESB að fella burtu alla tolla af íslenska hestinum, beggja hagur, lifandi dýr tómstundagaman fólksins, varð ESB að fá að flytja inn bæði kjöt og osta á lækkuðum tollum og garðplöntur í staðinn. Þannig og aðeins þannig náðist þetta hagsmunamál fram og málið snerist ekki um kjöt þótt hrossakjöt sé vinsælt þar eins og hér. Það er því ekkert einfalt til í þessum viðskiptum og ekkert gefið eftir ESB-megin, þeir eru harðir í horn að taka. Í ESB er fimm hundruð milljóna manna markaður en á Íslandi þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Fjögur þúsund tonn af skyri eru sletta fyrir þá en þeir vilja fá sitt í staðinn og ekki miða það við magn per mann eða maga. Þótt við ættum osta úr álfakúm sem ekki væru til þar myndu ESB og WTO hrista höfuðið og segja nei, vara kemur fyrir vöru, þetta eru viðskipti.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun