Butler hitti úr 12 af 18 skotum sínum og 9 af 10 vítaskotum þegar hann skoraði 33 stig og var allt í öllu sterku liði Bulls. Derrick Rose skoraði 19 stig og Aaron Brooks 13.
Anthony Davis fór mikinn fyrir Pelicans að vanda og skoraði 29 stig auk þess að taka 11 fráköst. Tyreke Evans skoraði 26 stig og Jrue Holiday 19.
Memphis Grizzlies hafði tapað fjórum leikjum í röð þegar liðið heimsótti Chris Bosh lausa Miami Heat í nótt en Grizzlies ráku af sér slyðruorðið og höfðu sigur 103-95.
Mike Conley skoraði 24 stig fyrir Grizzlies og Marc Gasol 22. Dwyane Wade skoraði 25 stig fyrir Heat og Danny Granger 18.
New York Knicks mætti til Sacramento með aðeins níu leikfæra leikmenn og tapaði liðið 17 leiknum sínum af síðustu 18. Sacramento Kings þurfti þó framlenginu og stórleik frá DeMarcus Cousins til að leggja Knicks 135-129.
Cousins skoraði 9 af 39 stigum sínum í framlenginunni en hann tók að auki 11 fráköst. Rudy Gay skoraði 29 stig og Darren Collison 27.
Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Knicks og hirti 11 fráköst. Tim Hardaway Jr. skoraði 19 stig.
Öll úrslit næturinnar:
Los Angeles Clippers – Toronto Raptors 98-110
Charlotte Horntes – Orlando Magic 94-102
Washington Wizards – Boston Celtics 101-88
Miami Heat – Memphis Grizzlies 95-103
Chicago Bulls – New Orleans Pelicans 107-100
Brooklyn Nets – Indiana Pacers 85-110
Milwaukee Bucks – Atlanta Hawks 85-90
Utah Jazz – Philadelphia 76ers 88-71
Sacramento Kings – New York Knicks 135-129
Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 110-97