Það gengur illa hjá LA Lakers og það fer í taugarnar á launahæsta leikmanni NBA-deildarinnar, Kobe Bryant.
Hann var ekki ánægður með æfingu liðsins í gær og hellti sér yfir bæði félaga sína og framkvæmdastjóra félagsins.
Kobe finnst félagar sínir ekki leggja nóg á sig og fór ekki í felur með þá skoðun sína á æfingunni í gær. Öskraði á þá að þeir væru aumir. „Nú skil ég af hverju við vinnum ekki fleiri leiki," sagði hann við hina leikmennina.
Eftir æfinguna öskraði hann síðan á framkvæmdastjórann. „Þessir aumingjar gera ekki neitt fyrir mig." Engan veginn sáttur við æfinguna.
Kobe er 31 stigi frá því að ná Michael Jordan sem þriðji stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Hann getur náð þeim áfanga í nótt gegn San Antonio.
Kobe lét félaga sína heyra það
