Innlent

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir hafa lent í vandræðum vegna veðurs og ófærðar.
Margir hafa lent í vandræðum vegna veðurs og ófærðar.
Mjög slæmt veður er á suðvestanverðu landinu, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu en nú hefur vegurinn frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli verið lokaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Sömuleiðis er lokað á Kjalarnesi frá Þingvallaafleggjara upp í göng. Varað er við óveðri á Grindavíkurvegi en hálka er bæði þar og á Reykjanesbraut, hvasst og blint á köflum.

Varað er við óveðri við Hafnarfjall en annars er hálka á Vesturlandi og sumstaðar farið að élja, einkum á Snæfellsnesi.

Skafrenningur er víða á Vestfjörðum, ásamt hálku og snjóþekju. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og Mikladal.

Það er snjóþekja og hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Dalsmynnið er lokað en verið er að moka veginn um Hólasand.

Á Austur- og Suðausturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á velflestum vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×