

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna rofs á skólastarfi. Þar kemur fram að börn séu óhult í skólunum þar til aðstandendur komast til að ná í þau.
Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok.
Starfsmaður hjá Sumarferðum sá sér leik á borði í storminum í dag til að minna á að betra veður sé að finna annars staðar í heiminum.
Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun.
Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju.
Mjög slæmt veður er á suðvestanverðu landinu, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu en nú hefur vegurinn frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli verið lokaður.