Það er óhætt að tala um hettusóttarfaraldur í NHL-hokkídeildinni þar sem fimmtán leikmenn hafa þegar lagst í rúmið vegna veikinnar.
Fyrst veiktust þrír leikmenn Anaheim Ducks og síðan hafa leikmenn í fjórum öðrum liðum veikst. Hettusótt er bráðsmitandi og berst smit með úða úr öndunarfærum. Til að mynda með hnerra.
Besti leikmaður deildarinnar, Sidney Crosby, leikmaður Pittsburgh, er á meðal þeirra sem hafa veikst.
Þetta mál er afar áhugavert enda leggst þessi veiki oftar á börn en fullorðna. Hún getur valdið alvarlegum fylgikvillum hjá fullorðnum.
Alvarlegir fylgikvillar geta verið, heilabólga, heyrnarskerðing, bólga í brjóstum, briskirtli, eggjastokkum eða eistum. Bólga í síðast töldu líffærunum getur valdið ófrjósemi segir á heimasíðu landslæknis.
Hettusótt í hokkíinu

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
