Innlent

Tveir Svisslendingar ákváðu að fara Kjalveg til Reykjavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bílllinn var af gerðinni Renault Megane en um fólksbíl er að ræða sem alls ekki er útbúinn til hálendisferða.
Bílllinn var af gerðinni Renault Megane en um fólksbíl er að ræða sem alls ekki er útbúinn til hálendisferða.
Björgunarfélagið Blanda á Blönduósi fékk útkall rétt rúmlega þrjú í nótt. Bíll var fastur á Kjalvegi rétt norðan við Hveravelli.

Samkvæmt upplýsingum frá björgunarfélaginu var lélegt samband við ferðalangana sem voru tveir karlmenn frá Sviss. Hvorki lá fyrir hvað hefði komið fyrir né hvar nákvæmlega þeir væru staðsettir. Þeir höfðu fest bílaleigubíl sinn af gerðinni Renault Megane en um fólksbíl er að ræða sem alls ekki er útbúinn til hálendisferða.

Mennirnir voru á leiðinni til Reykjavíkur frá Akureyri og vissu ekki betur en að hægt væri að fara Kjalveg. Björgunarleiðangurinn fram á Kjalveg gekk vel fyrir sig hjá Blöndu en á heimleiðinni skall á með stórhríð og engu skyggni.

Það gekk hægt en örugglega að koma þeim til byggða og var hópurinn kominn á Blönduós um klukkan hálf níu í morgun. Voru Svisslendingarnir mjög þakklátir fyrir aðstoðina.


Tengdar fréttir

Vonskuveður á Akureyri: Gámur fauk nokkra metra

Á meðfylgjandi myndum má sjá björgunarsveitarmenn að störfum í Drekagili en þar fór gámur á hliðina eftir að hann tók á sig vind. Hviðurnar voru svo sterkar að þær feyktu gáminum nokkra metra og var hann farinn að nálgast kyrrstæðan bíl þegar björgunarsveitarmenn bar að garði, að sögn sjónarvottar.

Engin slys en þónokkuð tjón víða

Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×